Litáen vann úrslitaleikinn og fer áfram | Spánn vann A-riðil Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 14:30 Valanciunas fór mikinn. Jenny Musall/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir voru á dagskrá á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, fyrri hluta dags. Spánn fagnaði sigri í A-riðli og Litáen tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum. Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira