Litáen vann úrslitaleikinn og fer áfram | Spánn vann A-riðil Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 14:30 Valanciunas fór mikinn. Jenny Musall/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir voru á dagskrá á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, fyrri hluta dags. Spánn fagnaði sigri í A-riðli og Litáen tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum. Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira