Stuðningsmönnum Liverpool ráðlagt að klæðast ekki treyju liðsins í Napolí Atli Arason skrifar 7. september 2022 18:00 Stuðningsmenn Liverpool Thisisanfield.com Seinna í kvöld verður Liverpool í heimsókn hjá Napoli í fyrsta leik beggja liða í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enska félagið ráðleggur öllum stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Ítalíu að hafa varan á. Forráðamenn Liverpool sendu út tilkynningu þar sem að stuðningsmenn liðsins voru beðnir um að halda sér á hótelum sínum og klæðast ekki treyju liðsins á almannafæri. „Stuðningsmenn liðsins hafa lent í þó nokkrum vandræðum í fortíðinni á ferðalögum til Napolí,“ sagði Andy Hughes, stjórnarformaður Liverpool, áður en hann bætti við. „Ég skil að margir stuðningsmenn vilja gera sér góðan dag í þessu ferðalagi. Í þessu tilviki þá hvet ég stuðningsmennina ekki að vera einir á ferð í borginni né klæðast litum félagsins á meðan dvölinni í Napolí stendur yfir.“ 📍Information for supporters in Naples for tomorrow’s match:Supporters arriving in Naples prior to matchday should remain in their respective hotel to drink and eat. You are strongly advised not to wear team colours when travelling. #NAPLIV— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Jafnframt eru stuðningsmenn Liverpool beðnir um að halda sig fjarri miðbænum í Napolí af ótta við að vera rændir eða beittir ofbeldi. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeildinni frá óförunum á úrslitaleiknum í París í fyrra. Þar voru stuðningsmenn Liverpool m.a. beittir táragasi af lögreglunni. Fans should not congregate in public areas and should avoid becoming isolated in areas away from the port area of the city. We strongly recommend you avoid the city centre. If you chose to visit, please beware that you may be targeted for theft, robbery, or assault.— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Aðspurður hvort Napolí væri hættuleg borg á fréttamannafundi Liverpool fyrir leikinn brást Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ekki vel við. „Þetta er skömmustuleg spurning. Þú ert bara að reyna að búa til fyrirsagnir,“ svaraði Klopp. „Ég lifi ekki eðlilegu lífi í Napolí. Ég er undir verndarvæng þegar ég ferðast til og frá hótelinu. Það vita allir hvað er átt við, ef sumir stuðningsmenn mæta öðrum stuðningsmönnum þá getur eitthvað skeð. Þetta hefur ekkert með borgina að gera,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Leikur Liverpool og Napoli hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. 7. september 2022 13:01 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Forráðamenn Liverpool sendu út tilkynningu þar sem að stuðningsmenn liðsins voru beðnir um að halda sér á hótelum sínum og klæðast ekki treyju liðsins á almannafæri. „Stuðningsmenn liðsins hafa lent í þó nokkrum vandræðum í fortíðinni á ferðalögum til Napolí,“ sagði Andy Hughes, stjórnarformaður Liverpool, áður en hann bætti við. „Ég skil að margir stuðningsmenn vilja gera sér góðan dag í þessu ferðalagi. Í þessu tilviki þá hvet ég stuðningsmennina ekki að vera einir á ferð í borginni né klæðast litum félagsins á meðan dvölinni í Napolí stendur yfir.“ 📍Information for supporters in Naples for tomorrow’s match:Supporters arriving in Naples prior to matchday should remain in their respective hotel to drink and eat. You are strongly advised not to wear team colours when travelling. #NAPLIV— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Jafnframt eru stuðningsmenn Liverpool beðnir um að halda sig fjarri miðbænum í Napolí af ótta við að vera rændir eða beittir ofbeldi. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeildinni frá óförunum á úrslitaleiknum í París í fyrra. Þar voru stuðningsmenn Liverpool m.a. beittir táragasi af lögreglunni. Fans should not congregate in public areas and should avoid becoming isolated in areas away from the port area of the city. We strongly recommend you avoid the city centre. If you chose to visit, please beware that you may be targeted for theft, robbery, or assault.— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Aðspurður hvort Napolí væri hættuleg borg á fréttamannafundi Liverpool fyrir leikinn brást Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ekki vel við. „Þetta er skömmustuleg spurning. Þú ert bara að reyna að búa til fyrirsagnir,“ svaraði Klopp. „Ég lifi ekki eðlilegu lífi í Napolí. Ég er undir verndarvæng þegar ég ferðast til og frá hótelinu. Það vita allir hvað er átt við, ef sumir stuðningsmenn mæta öðrum stuðningsmönnum þá getur eitthvað skeð. Þetta hefur ekkert með borgina að gera,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Leikur Liverpool og Napoli hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. 7. september 2022 13:01 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. 7. september 2022 13:01
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31