Fótbolti

Stuðnings­mönnum Liver­pool ráð­lagt að klæðast ekki treyju liðsins í Napolí

Atli Arason skrifar
Stuðningsmenn Liverpool
Stuðningsmenn Liverpool Thisisanfield.com

Seinna í kvöld verður Liverpool í heimsókn hjá Napoli í fyrsta leik beggja liða í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enska félagið ráðleggur öllum stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Ítalíu að hafa varan á.

Forráðamenn Liverpool sendu út tilkynningu þar sem að stuðningsmenn liðsins voru beðnir um að halda sér á hótelum sínum og klæðast ekki treyju liðsins á almannafæri.

„Stuðningsmenn liðsins hafa lent í þó nokkrum vandræðum í fortíðinni á ferðalögum til Napolí,“ sagði Andy Hughes, stjórnarformaður Liverpool, áður en hann bætti við.

„Ég skil að margir stuðningsmenn vilja gera sér góðan dag í þessu ferðalagi. Í þessu tilviki þá hvet ég stuðningsmennina ekki að vera einir á ferð í borginni né klæðast litum félagsins á meðan dvölinni í Napolí stendur yfir.“

Jafnframt eru stuðningsmenn Liverpool beðnir um að halda sig fjarri miðbænum í Napolí af ótta við að vera rændir eða beittir ofbeldi. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeildinni frá óförunum á úrslitaleiknum í París í fyrra. Þar voru stuðningsmenn Liverpool m.a. beittir táragasi af lögreglunni.

Aðspurður hvort Napolí væri hættuleg borg á fréttamannafundi Liverpool fyrir leikinn brást Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ekki vel við

„Þetta er skömmustuleg spurning. Þú ert bara að reyna að búa til fyrirsagnir,“ svaraði Klopp.

„Ég lifi ekki eðlilegu lífi í Napolí. Ég er undir verndarvæng þegar ég ferðast til og frá hótelinu. Það vita allir hvað er átt við, ef sumir stuðningsmenn mæta öðrum stuðningsmönnum þá getur eitthvað skeð. Þetta hefur ekkert með borgina að gera,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Leikur Liverpool og Napoli hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld.


Tengdar fréttir

Liver­pool þarf að stöðva „Kvara­dona“ ef það ætlar heim með stig

Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu.

UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar

Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×