Hasar og dramatík í Madríd | Tvenna Richarlison kláraði Marseille Atli Arason skrifar 7. september 2022 21:15 Richarlison öðru marki sínu í Meistaradeildinni. Getty Images Fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu er formlega lokið. Atletico Madrid vann hádramatískan 2-1 sigur á Porto, Tottenham vann tveggja marka sigur á Marseille á meðan Club Brugge vann Bayer Leverkusen óvænt, 1-0. Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira