Þakkar fyrir ógleymanlegan stuðning eftir útreiðina í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 10:30 Sigurður Heiðar var ánægður með stuðninginn í 9-0 tapi gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í morgun eftir 9-0 tap liðs hans fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld. Hann þakkar fyrir stuðning úr stúkunni við svo erfiðar aðstæður. Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira