Fjölskylduhátíð á Pop up í Laugardal Netgíró 8. september 2022 13:50 Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir eigendur Von verslun, halda Haust Pop up í Laugardal um helgina. Yfir 70 fyrirtæki og verslanir taka þátt og verða hoppukastalar og matarvagnar á staðnum. Pop up markaður fer fram undir KSÍ stúkunni Laugardal um helgina og á heimapopup.is. Tugir spennandi verslana bjóða varning og matarvagnar og leiktæki verða á staðnum. Þetta er í átjánda sinn sem markaðurinn er haldinn og hefur farið stækkandi með hverju árinu. „Þetta er orðið að heilli fjölskylduhátíð með hoppukastala, tívolítækjum, ís- og matarvögnum og Latibær verður einnig á staðnum. Þarna verða yfir 70 fyrirtæki bæði stór og smá, ný og rótgróin og vöruúrvalið spannar meðal annars heimils- og barnavörur, lífsstílsvörur, hönnun og fleira. Í ár verður markaðurinn einnig á netinu á heimapopup.is fyrir þau fyrirtæki sem eru til dæmis staðsett úti á landi eða eru þegar með verslunarhúsnæði en vilja taka þátt í markaðnum,“ segir Eyrún Anna Tryggvadóttir en hún stendur á bak við markaðinn ásamt Olgu Helenu Ólafsdóttur. Hún segir hægt að gera frábær kaup um helgina. „Það verða allar verslanirnar með tilboð og afslætti. Við erum einnig í samstarfi við Netgíró og þau ætla að endurgreiða 20 viðskiptavinum sem greiða með Netgíró á Haust pop up um helgina.“ Pop up orðinn hluti af markaðsáætlunum Saman reka þær Eyrún og Olga barnavöruverslunina Von og héldu fyrsta pop up markaðinn í tengslum við búðina fyrir nokkrum árum. Þær segja markaðinn sniðugt markaðstól fyrir verslanir. „Hugmyndin snerist um að gefa netverslunum vettvang til að mæta með lagerinn og kynna sig fyrir viðskiptavinum. Pop up markaðurinn hefur síðan þá fest sig í sessi sem markaðstól og nú gera mörg fyrirtæki ráð fyrir þátttöku í sínum markaðsplönum. Það skilar sér að vera með þegar mörg fyrirtæki setja út sömu skilaboðin, að það verði eitthvað í gangi næstu helgi,“ segir Eyrún. Markaðurinn fer fram milli klukkan 11 og 17, laugardag og sunnudag undir KSÍ stúkunni, Laugardal. Á facebook er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka þátt. Verslun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þetta er orðið að heilli fjölskylduhátíð með hoppukastala, tívolítækjum, ís- og matarvögnum og Latibær verður einnig á staðnum. Þarna verða yfir 70 fyrirtæki bæði stór og smá, ný og rótgróin og vöruúrvalið spannar meðal annars heimils- og barnavörur, lífsstílsvörur, hönnun og fleira. Í ár verður markaðurinn einnig á netinu á heimapopup.is fyrir þau fyrirtæki sem eru til dæmis staðsett úti á landi eða eru þegar með verslunarhúsnæði en vilja taka þátt í markaðnum,“ segir Eyrún Anna Tryggvadóttir en hún stendur á bak við markaðinn ásamt Olgu Helenu Ólafsdóttur. Hún segir hægt að gera frábær kaup um helgina. „Það verða allar verslanirnar með tilboð og afslætti. Við erum einnig í samstarfi við Netgíró og þau ætla að endurgreiða 20 viðskiptavinum sem greiða með Netgíró á Haust pop up um helgina.“ Pop up orðinn hluti af markaðsáætlunum Saman reka þær Eyrún og Olga barnavöruverslunina Von og héldu fyrsta pop up markaðinn í tengslum við búðina fyrir nokkrum árum. Þær segja markaðinn sniðugt markaðstól fyrir verslanir. „Hugmyndin snerist um að gefa netverslunum vettvang til að mæta með lagerinn og kynna sig fyrir viðskiptavinum. Pop up markaðurinn hefur síðan þá fest sig í sessi sem markaðstól og nú gera mörg fyrirtæki ráð fyrir þátttöku í sínum markaðsplönum. Það skilar sér að vera með þegar mörg fyrirtæki setja út sömu skilaboðin, að það verði eitthvað í gangi næstu helgi,“ segir Eyrún. Markaðurinn fer fram milli klukkan 11 og 17, laugardag og sunnudag undir KSÍ stúkunni, Laugardal. Á facebook er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka þátt.
Verslun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira