Umfjöllun og viðtöl: FH-Stjarnan 28-33| Garðbæingar sannfærandi í fyrsta leik Andri Már Eggertsson skrifar 8. september 2022 22:10 Vísir/Vilhelm 1. umferð í Olís deild karla fór af stað í kvöld með fjórum leikjum. Í Kaplakrika vann Stjarnan sannfærandi sigur á FH. Leikurinn var jafn til að byrja með en góður endasprettur Stjörnunnar í fyrri hálfleik sló FH-inga út af laginu og var síðari hálfleikur aldrei spennandi og endaði leikurinn með fimm marka sigri Stjörnunnar 28-33. Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á mörkum fyrstu tuttugu mínúturnar. Leikurinn minnti á góðan borðtennis leik þar sem bæði lið keyrðu hratt. Gamli refurinn Ásbjörn Friðriksson mætti klár í slaginn og gerði þrjú af fyrstu fjórum mörkum FH. Stjarnan átti fyrsta áhlaup leiksins þegar tæplega fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn voru klaufar í sókn og Starri Friðriksson var eldfljótur fram og refsaði. FH-ingar voru ekki lengi að vinna upp þriggja marka forskot Stjörnunnar og var allt jafnt 10-10. Stjarnan náði afar góðum takti á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks. Gestirnir skoruðu fimm mörk á meðan FH-ingar voru í vandræðum sóknarlega og skoruðu aðeins eitt mark. Arnar Freyr Ársælsson skoraði flautumark og kom Stjörnunni í fimm marka forystu í sömu andrá og flautað var til hálfleiks 14-19. Gestirnir hömruðu járnið meðan það var heitt og gerðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og komust sjö mörkum yfir 14-21. Stjarnan leit aldrei um öxl og komst mest níu mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir. Undir lokin minnkaði FH forskot Stjörnunnar niður í fimm mörk en leikurinn var gott sem búinn og Stjarnan vann fimm marka sigur 28-33. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan bjó til myndarlegt forskot með öflugum endi á fyrri hálfleik og gestirnir héldu áfram að særa FH-inga í upphafi síðari hálfleiks. Stjarnan komst mest níu mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Freyr Ársælsson var afar öflugur gegn sínu gamla félagi FH. Arnar skoraði níu mörk úr tíu skotum. Starri Friðriksson var einnig öflugur í hægra horninu. Starri skoraði fimm mörk úr sex skotum. Hvað gekk illa? FH-ingar voru klaufar í sókn sem Stjarnan nýtti sér og gestirnir fengu auðveld mörk. Heimamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik og sýndu engan vilja til að koma til baka. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Fram í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 20:00 í TM-höllinni. Föstudaginn eftir viku fer FH í Íþróttamiðstöðina að Varmá og mætir Aftureldingu klukkan 19:40. Sigursteinn: Ætluðum ekki að vera með flugeldasýningu í fyrsta leik Sigursteinn Arndal var svekktur eftir leik Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur með tap kvöldsins. „Við mættum í kvöld liði sem var á miklu betri stað en við og Stjarnan vann verðskuldaðan sigur,“ sagði Sigursteinn Arndal svekktur eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst vanta upp á rosalega margt. Við bjuggumst ekki við því að mæta hingað og vera með flugeldasýningu en við ætluðum að mæta með baráttu en við spiluðum ekki vel í kvöld.“ Stjarnan átti gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun síðari hálfleiks en Sigursteini fannst sínir menn ekki hafa gefist upp. „Við köstuðum ekki inn handklæðinu en það vantaði upp á marga þætti hjá okkur og leikurinn var erfiður.“ Ágúst Birgisson var ekki með FH vegna meiðsla og var Sigursteinn ekki klár á því hvenær hann mun snúa aftur. „Það er langt í Ágúst og við erum ekki að pæla í honum. Ég er enginn læknir en hann kemur fyrir jól,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH Stjarnan
1. umferð í Olís deild karla fór af stað í kvöld með fjórum leikjum. Í Kaplakrika vann Stjarnan sannfærandi sigur á FH. Leikurinn var jafn til að byrja með en góður endasprettur Stjörnunnar í fyrri hálfleik sló FH-inga út af laginu og var síðari hálfleikur aldrei spennandi og endaði leikurinn með fimm marka sigri Stjörnunnar 28-33. Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á mörkum fyrstu tuttugu mínúturnar. Leikurinn minnti á góðan borðtennis leik þar sem bæði lið keyrðu hratt. Gamli refurinn Ásbjörn Friðriksson mætti klár í slaginn og gerði þrjú af fyrstu fjórum mörkum FH. Stjarnan átti fyrsta áhlaup leiksins þegar tæplega fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn voru klaufar í sókn og Starri Friðriksson var eldfljótur fram og refsaði. FH-ingar voru ekki lengi að vinna upp þriggja marka forskot Stjörnunnar og var allt jafnt 10-10. Stjarnan náði afar góðum takti á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks. Gestirnir skoruðu fimm mörk á meðan FH-ingar voru í vandræðum sóknarlega og skoruðu aðeins eitt mark. Arnar Freyr Ársælsson skoraði flautumark og kom Stjörnunni í fimm marka forystu í sömu andrá og flautað var til hálfleiks 14-19. Gestirnir hömruðu járnið meðan það var heitt og gerðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og komust sjö mörkum yfir 14-21. Stjarnan leit aldrei um öxl og komst mest níu mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir. Undir lokin minnkaði FH forskot Stjörnunnar niður í fimm mörk en leikurinn var gott sem búinn og Stjarnan vann fimm marka sigur 28-33. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan bjó til myndarlegt forskot með öflugum endi á fyrri hálfleik og gestirnir héldu áfram að særa FH-inga í upphafi síðari hálfleiks. Stjarnan komst mest níu mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Freyr Ársælsson var afar öflugur gegn sínu gamla félagi FH. Arnar skoraði níu mörk úr tíu skotum. Starri Friðriksson var einnig öflugur í hægra horninu. Starri skoraði fimm mörk úr sex skotum. Hvað gekk illa? FH-ingar voru klaufar í sókn sem Stjarnan nýtti sér og gestirnir fengu auðveld mörk. Heimamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik og sýndu engan vilja til að koma til baka. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Fram í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 20:00 í TM-höllinni. Föstudaginn eftir viku fer FH í Íþróttamiðstöðina að Varmá og mætir Aftureldingu klukkan 19:40. Sigursteinn: Ætluðum ekki að vera með flugeldasýningu í fyrsta leik Sigursteinn Arndal var svekktur eftir leik Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur með tap kvöldsins. „Við mættum í kvöld liði sem var á miklu betri stað en við og Stjarnan vann verðskuldaðan sigur,“ sagði Sigursteinn Arndal svekktur eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst vanta upp á rosalega margt. Við bjuggumst ekki við því að mæta hingað og vera með flugeldasýningu en við ætluðum að mæta með baráttu en við spiluðum ekki vel í kvöld.“ Stjarnan átti gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun síðari hálfleiks en Sigursteini fannst sínir menn ekki hafa gefist upp. „Við köstuðum ekki inn handklæðinu en það vantaði upp á marga þætti hjá okkur og leikurinn var erfiður.“ Ágúst Birgisson var ekki með FH vegna meiðsla og var Sigursteinn ekki klár á því hvenær hann mun snúa aftur. „Það er langt í Ágúst og við erum ekki að pæla í honum. Ég er enginn læknir en hann kemur fyrir jól,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti