Ólíklegt að leikið verði á Englandi um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 20:31 Enski boltinn verður að öllum líkindum settur á ís um helgina. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar í dag þykir afar ólíklegt að leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og neðri deildum landsins, muni fara fram. Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022 Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022
Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira