„Hornið hentar minni líkamsbyggingu betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 13:01 Ívar Logi Styrmisson var hinn ánægðasti í viðtali eftir leikinn gegn Selfossi, og ekki að ástæðulausu. stöð 2 sport Leikur Fram og Selfoss í gærkvöldi var ekki bara fyrsti leikur tímabilsins 2022-23 í Olís-deild karla, fyrsti leikur Fram á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal heldur einnig fyrsti alvöru leikur Ívars Loga Styrmissonar í nýrri stöðu. Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira