Umfjöllun og viðtöl: Leiknir 1-0 Valur | Svöruðu fyrir stórtapið með sigri á Val Jón Már Ferro skrifar 11. september 2022 16:02 Vísir/Hulda Margrét Leiknir vann 1-0 sigur á Val í Breiðholtinu, þrátt fyrir að lenda einum manni færri eftir einungis 19 mínútur þegar Zean Dalügge var rekin af velli. Sigurmark Leiknis kom á 81. mínútu en þar var að verki Birgir Baldvinsson. Valsmenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik en fengu fá færi. Á níundu mínútu átti Heiðar Ægisson marktilraun yfir. Patrick Pedersen laumaði boltanum inn fyrir vörn Leiknis. Heiðar tók boltann í fyrstu snertingu og vippaði honum yfir Viktor Frey í markinu en yfir markið líka. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, kallaði á Heiðar og sagði honum að nota vinstri! Á 14. mínútu varði Viktor Freyr Sigurðsson skot sem Patrick tók. Valsmenn sóttu þá upp vinstri kantinn. Jesper Julsgard gaf fyrir markið, Heiðar Ægis átti misheppnað skot, boltinn barst til Patrick á fjærstönginni en á móti honum kom Viktor Freyr, markmaður Leiknis, og lokaði á þann danska. Zean Dalügge fékk beint rautt spjald á 19. mínútu eftir glórulaust brot. Sigurður Egill kastaði boltanum á Jesper Julsgard sem skilaði honum aftur á Sigurð, Zean pressaði Sigurð sem tók við boltanum í mjaðmarhæð, sá danski var full aggressívur og sparkaði með sólanum efst í læri Sigurðar. Eftir það héldu Valsmenn áfram að sækja en heimamenn vörðust áfram vel. Á 29. mínútu átti Ágúst Eðvald Hlynsson marktilraun langt yfir mark Leiknis. Ágúst fékk boltann vinstra megin við teig Breiðhyltinga, mundaði hægri fótinn sinn en gleymdi að halla sér yfir boltann og því fór boltinn lengst yfir mark Leiknis. Á 34. mínútu fór Adam Örn Arnarsson meiddur af velli. Inn kom Kristófer Konráðsson. Ekki gerðist mikið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Ágúst nældi sér í klaufalegt gult spjald eftir að Lasse Petry gaf á hann stutt eftir hornspyrnu. Í seinni hálfleik héldu gestirnir áfram að sækja meira heldur en heimamenn. Á 53. mínútu varði Viktor Freyr skalla sem Patrick átti. Birkir Már átti fyrirgjöf af hægri kantinum. Patrick var einn og óvaldaður fyrir miðju rétt fyrir utan markteig Leiknis. Skalli hans hins vegar beint á Viktor sem sló boltann frá. Eftir það fengu Valsmenn nokkur hálffæri en Leiknismenn áttu einnig nokkrar sóknir og á 69. mínútu varði Frederik Schram skot sem Birgir Baldvinsson tók. Mikkel fékk boltann einn á móti Hólmari Erni á miðjum vallarhelming Vals, Mikkel beið eftir aðstoð, sem hann fékk frá Kristófer Konráðs, hann lagði lagði boltann til vinstri á Birgi sem átti fínt skot sem Frederik varði aftur fyrir endamörk. Það var svo á 81. mínútu sem Birgir Baldvinsson skoraði eina mark leiksins. Leiknir sótti upp hægri kantinn, Hjalti Sigurðsson tók góðan þríhyrning við Kristófer Konráðsson, Hjalti setti boltann út í teiginn á Davíð Júlían sem lagði boltann til hliðar á Birgi Baldvinsson sem tók eina snertingu framhjá Birki Má, sem reyndi að tækla fyrir Birgi. Í staðin komst Birgir í gott færi og kom heimamönnum yfir 1-0. Það sem eftir lifði leiks reyndu Valsmenn hvað þeir gátu. Áfram vörðust Leiknismenn af miklu krafti, mjög neðarlega á vellinum og unnu að lokum sterkan 1-0 sigur. Af hverju vann Leiknir? Þeir spiluðu frábæran varnarleik og nýttu eitt af fáu færum sínum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Leiknis, varði nokkrum sinnum vel þegar Valsmenn náðu að brjóta þéttan varnarleik heimamanna á bak aftur. Síðan er erfitt að horfa framhjá markaskorara Leiknis, sem spilaði vel í vörn og gerði frábærlega þegar hann skoraði. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Leiknis sem varðist aftarlega á vellinum. Mögulega gerði þungur völlurinn Valsmönnum erfitt fyrir að láta boltann ganga nógu hratt til að opna vörn Leiknis. Hvað gerist næst? Leiknir fer upp á Skaga og spilar við ÍA á laugardaginn. Valsmenn fá KA í heimsókn á sama tíma. „Sætasti sigur síðan ég kom“ Sigurður höskuldssonVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var að vonum mjög ánægður í leikslok. „Ég held að það sé ofboðslega erfitt að mæta liði sem er nýbúið að vera sært svona svakalega mikið.“ Hann bætti við að honum þætti þetta sætasti sigur síðan hann tók við Leikni. „Ég ætla bara að segja að þetta sé sætasti sigur síðan ég kom hingað.“ „Verðum að gera betur en þetta“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var eðlilega ekki sáttur með að tapa svona mikilvægum leik á móti botnliðinu. „Ætli menn hafi ekki haldið að þetta væri búið þegar hann var rekinn út af, við vorum búnir að fá ágætis færi fram að því. Þeir voru líka þéttir og erfitt að fara í gegnum þá en við verðum að gera betur en þetta.“ Besta deild karla Leiknir Reykjavík Valur
Leiknir vann 1-0 sigur á Val í Breiðholtinu, þrátt fyrir að lenda einum manni færri eftir einungis 19 mínútur þegar Zean Dalügge var rekin af velli. Sigurmark Leiknis kom á 81. mínútu en þar var að verki Birgir Baldvinsson. Valsmenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik en fengu fá færi. Á níundu mínútu átti Heiðar Ægisson marktilraun yfir. Patrick Pedersen laumaði boltanum inn fyrir vörn Leiknis. Heiðar tók boltann í fyrstu snertingu og vippaði honum yfir Viktor Frey í markinu en yfir markið líka. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, kallaði á Heiðar og sagði honum að nota vinstri! Á 14. mínútu varði Viktor Freyr Sigurðsson skot sem Patrick tók. Valsmenn sóttu þá upp vinstri kantinn. Jesper Julsgard gaf fyrir markið, Heiðar Ægis átti misheppnað skot, boltinn barst til Patrick á fjærstönginni en á móti honum kom Viktor Freyr, markmaður Leiknis, og lokaði á þann danska. Zean Dalügge fékk beint rautt spjald á 19. mínútu eftir glórulaust brot. Sigurður Egill kastaði boltanum á Jesper Julsgard sem skilaði honum aftur á Sigurð, Zean pressaði Sigurð sem tók við boltanum í mjaðmarhæð, sá danski var full aggressívur og sparkaði með sólanum efst í læri Sigurðar. Eftir það héldu Valsmenn áfram að sækja en heimamenn vörðust áfram vel. Á 29. mínútu átti Ágúst Eðvald Hlynsson marktilraun langt yfir mark Leiknis. Ágúst fékk boltann vinstra megin við teig Breiðhyltinga, mundaði hægri fótinn sinn en gleymdi að halla sér yfir boltann og því fór boltinn lengst yfir mark Leiknis. Á 34. mínútu fór Adam Örn Arnarsson meiddur af velli. Inn kom Kristófer Konráðsson. Ekki gerðist mikið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Ágúst nældi sér í klaufalegt gult spjald eftir að Lasse Petry gaf á hann stutt eftir hornspyrnu. Í seinni hálfleik héldu gestirnir áfram að sækja meira heldur en heimamenn. Á 53. mínútu varði Viktor Freyr skalla sem Patrick átti. Birkir Már átti fyrirgjöf af hægri kantinum. Patrick var einn og óvaldaður fyrir miðju rétt fyrir utan markteig Leiknis. Skalli hans hins vegar beint á Viktor sem sló boltann frá. Eftir það fengu Valsmenn nokkur hálffæri en Leiknismenn áttu einnig nokkrar sóknir og á 69. mínútu varði Frederik Schram skot sem Birgir Baldvinsson tók. Mikkel fékk boltann einn á móti Hólmari Erni á miðjum vallarhelming Vals, Mikkel beið eftir aðstoð, sem hann fékk frá Kristófer Konráðs, hann lagði lagði boltann til vinstri á Birgi sem átti fínt skot sem Frederik varði aftur fyrir endamörk. Það var svo á 81. mínútu sem Birgir Baldvinsson skoraði eina mark leiksins. Leiknir sótti upp hægri kantinn, Hjalti Sigurðsson tók góðan þríhyrning við Kristófer Konráðsson, Hjalti setti boltann út í teiginn á Davíð Júlían sem lagði boltann til hliðar á Birgi Baldvinsson sem tók eina snertingu framhjá Birki Má, sem reyndi að tækla fyrir Birgi. Í staðin komst Birgir í gott færi og kom heimamönnum yfir 1-0. Það sem eftir lifði leiks reyndu Valsmenn hvað þeir gátu. Áfram vörðust Leiknismenn af miklu krafti, mjög neðarlega á vellinum og unnu að lokum sterkan 1-0 sigur. Af hverju vann Leiknir? Þeir spiluðu frábæran varnarleik og nýttu eitt af fáu færum sínum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Leiknis, varði nokkrum sinnum vel þegar Valsmenn náðu að brjóta þéttan varnarleik heimamanna á bak aftur. Síðan er erfitt að horfa framhjá markaskorara Leiknis, sem spilaði vel í vörn og gerði frábærlega þegar hann skoraði. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Leiknis sem varðist aftarlega á vellinum. Mögulega gerði þungur völlurinn Valsmönnum erfitt fyrir að láta boltann ganga nógu hratt til að opna vörn Leiknis. Hvað gerist næst? Leiknir fer upp á Skaga og spilar við ÍA á laugardaginn. Valsmenn fá KA í heimsókn á sama tíma. „Sætasti sigur síðan ég kom“ Sigurður höskuldssonVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var að vonum mjög ánægður í leikslok. „Ég held að það sé ofboðslega erfitt að mæta liði sem er nýbúið að vera sært svona svakalega mikið.“ Hann bætti við að honum þætti þetta sætasti sigur síðan hann tók við Leikni. „Ég ætla bara að segja að þetta sé sætasti sigur síðan ég kom hingað.“ „Verðum að gera betur en þetta“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var eðlilega ekki sáttur með að tapa svona mikilvægum leik á móti botnliðinu. „Ætli menn hafi ekki haldið að þetta væri búið þegar hann var rekinn út af, við vorum búnir að fá ágætis færi fram að því. Þeir voru líka þéttir og erfitt að fara í gegnum þá en við verðum að gera betur en þetta.“