Umfjöllun og viðtöl: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 11. september 2022 16:01 Hallgrímur Mar skoraði úr vítaspyrnu á ögurstundu. vísir/bára KA sigraði Breiðablik, 2-1, í frábærum fótboltaleik á Greifavellinum á Akureyri í dag. Hallgrímur Mar skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn. Með sigrinum gultryggir KA þriðja sætið fyrir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni og á enn von á öðru sæti áður en úrslitaumferðirnar fara fram. Breiðablik situr sem fastast á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið en missa af dýrmætum stigum. Eins og við mátti búast byrjuðu Blikar strax að halda vel í boltann og hleyptu heimamönnum ekki of nálægt sér og pressuðu hátt. Blikarnir náðu þó ekki að skapa sér mikið af færum en voru að komast aftur fyrir vörn KA úti í breiddinni og vinna fjölmörg horn. Höskuldur Gunnlaugsson átti fínan skalla eftir horn eftir 12 mínútna leik en boltinn yfir markið. Á 24. mínútu vann KA aukaspyrnu úti hægra megin. Sveinn Margeir stillti boltanum upp og átti flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem boltinn sveif yfir allan pakkann og á Rodri sem stóð einn alveg óvaldaður og skallaði boltann auðveldlega í netið og kom KA yfir þvert gegn gangi leiksins. Eftir markið jafnaðist leikurinn aðeins út og varð opnari fyrir vikið. Kristinn Steindórsson hefði átt að jafna leikinn þegar heimamenn misstu boltann á miðjunni og í kjölfarið fékk Ísak Snær boltann inn fyrir en kaus að senda til hægri á Kristinn sem skaut boltanum fram hjá úr góðu færi. Ísak hefði jafnvel getað klárað þetta færi sjálfur. KA leiddi því með einu marki í hálfleik. Seinni hálfleikur hélt áfram á sömu nótum og sá fyrri endaði; leikurinn í jafnvægi en Blikar meira með boltann. Það var svo eftir rúman stundarfjórðung sem að dró til tíðinda. KA var þá í sókn og Anton Ari varði vel skot frá Hallgrími Mar. Í kjölfarið geystust blikar upp völlinn hægra megin þar sem að Jason Daði kom boltanum á Viktor Karl sem spólaði fram hjá nokkrum varnarmönnum KA og setti boltann fast í nærhornið fram hjá Jajalo sem hefði mögulega átt að gera betur. Staðan 1-1 og hálftími eftir. Á 68. mínútu átti Hrannar Björn flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem bróðir hans, Hallgrímur Mar, var mættur og skallaði boltann í utanverða stöngina og fram hjá. Blikar sluppu með skrekkinn þar. Einungis fjórum mínútum síðar kom flott sókn upp vinstra megin hjá KA og boltinn fór alla leið yfir á Svein Margeir á fjærstönginni sem var við það að þruma boltanum í netið en varnarmaður Blika komst fyrir skotið og bjargaði sennilega marki. Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma hefði Viktor Karl getað komið Blikum yfir en Jajalo varði skot hans glæsilega með hægri fæti. Tveimur mínútum síðar braut Damir Muminovic á Ásgeiri Sigurgeirssyni innan vítateigs og víti dæmt. Á punktinn fór Hallgrímur Mar og skoraði örugglega og kom KA mönnum 2-1 yfir. Í uppbótatíma gat Ásgeir Sigurgeirsson skorað þriðja marka heimamanna en skot hans slakt í flottu færi og boltinn fram hjá. Kristijan Jajalo bjargaði svo marki á fimmtu mínútu uppbótatímans þegar Dagur Dan átti frábæra aukaspyrnu sem var á leið upp í skeytin. KA fór því með gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur af hólmi sem gerir toppbaráttuna enn skemmtilegri. Af hverju vann KA? Þeir höfðu trú á verkefninu og spiluðu sig í góð færi þrátt fyrir hápressu frá Blikum. Liðið er stútfullt af gæðum þó svo að Nökkvi Þeyr sé horfinn á braut og geta gert góða hluti. Hverjir stóðu upp úr? Ívar Örn átti enn einn stórleikinn þar sem hann batt vörn heimamanna saman. Hallgrímur Mar var hættulegur og skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Þá má ekki gleyma Rodri sem er gríðarlega mikilvægur í svona leik á miðsvæðinu. Hjá Breiðablik átti Viktor Karl flottan leik og skoraði gott mark. Þá vann Ísak Snær langflest einvígi sín í dag og kom liðsfélögum sínum í góðar stöður. Hvað gekk illa? Blikum gekk ekki nógu vel að skapa sér hættuleg færi þrátt fyrir að vera meira með boltann. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin í hinni venjulegu deildarkeppni fer öll fram næstkomandi laugardag kl. 14:00. KA mætir Val á Origo-vellinum og Breiðablik fær ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll. „Enginn heimsendir” Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir það engan heimsendi vera þó lið hans hafi beðið lægri hlut gegn KA í dag og vill heldur horfa fram veginn. „Ef maður reynir að greina þetta svona strax eftir leik þá kannski situr í manni að í fyrri hálfleik fannst mér við geta gert út um leikinn en þegar þú gerir það ekki og færð svo á þig mark úr föstu leikatriði þá var seinni hálfleikurinn alltaf að fara vera snúinn. Mér fannst við svo sem svara því vel í seinni hálfleik þangað til að við skorum, þá fannst mér við bara afhenda þeim stjórnina og mér fannst við ekki mjög skarpir síðustu 20 mínúturnar en auðvitað fengum við dauðafæri rétt áður en þeir skora. Ég sagði fyrir leikinn að þetta yrði erfiður leikur og KA menn eru góðir, með gott lið, og enginn heimsendir en ég svona hefði viljað að við hefðum haldið betri stjórn á leiknum síðustu 25 mínúturnar.” Eina skipting Breiðabliks í leiknum kom á 88. mínútu, beint eftir annað mark KA, þegar Andri Rafn Yoeman fór af velli og inn kom Sölvi Snær Guðbjargarson. Má því ætla að Óskar hafi verið ánægður með spilamennskuna fram að þeim tímapunkti? „Jújú, en þarf nú kannski ekki alltaf að þýða það að maður sé alveg himinlifandi með liðið, þú metur það líka bara þannig að þessir menn séu bara bestir til þess að klára það en það getur svo sem vel verið að maður hefði átt að skipta fyrr inn á en við mátum það þannig að það væri ekki málið á þessari stundu. Við gerðum ákveðnar áherslubreytingar um miðjan seinni hálfleik en svo bara færðu víti á þig og þeir vinna leikinn og enginn heimsendir - bara áfram gakk.” Eru Víkingarnir orðnir gildandi í titilbaráttunni eftir þessi úrslit þar sem nú munar 6 stigum á liðunum í stað 9 stigum? „Ég veit það ekki, einhverjir eru á eftir okkur og það eru öll liðin að elta okkur og einhverjir eru nær en aðrir og ég held að við getum ekkert verið að hugsa um það hvort við séum búnir að hleypa einhverjum of nálægt okkur. Fyrir síðustu umferð vorum við ekki búnir að hleypa neinum of nálægt en svo kemur þessi umferð og þá töpum við og aðrir vinna og svo kemur næsta umferð og þá gerist eitthvað annað. Það er ómögulegt að vera alltaf að velta fyrir sér og horfa í baksýnisspegilinn, það eina sem við getum gert er að horfa fram veginn, ekki vera að velta okkur upp úr því hvað einhverjir aðrir að gera. KA menn unnu hér góðan sigur í dag og ég veit ekkert hvernig hinir leikirnir fóru en liðin sem unnu í dag ég óska þeim bara til hamingju með sigurinn og svo er bara næsta umferð.” Hallgrímur: „No-brainer að ég færi á punktinn” Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Breiðablik. Hann segir tilfinninguna vera frábæra. „Hún er bara geggjuð, sérstaklega þegar við vitum að Valur tapaði í lokin, þannig það er mjög sætt svona eftir leik.” Nökkvi Þeyr Þórisson hefur hingað til verið vítaskytta KA á tímabilinu og ekki klikkað. Hann er þó genginn til liðs við Beerschot í Belgíu og Hallgrímur fékk því traustið á punktinum. Var það ákveðið fyrir leik? „Ég náttúrulega var vítaskytta áður en Nökkvi tók það þannig það var bara no-brainer að ég færi á punktinn þegar hann var farinn þannig að já það var vitað mál.” Þetta er annar toppslagurinn á Greifavellinum á stuttum tíma en Víkingar komu í heimsókn norður fyrir tveimur vikum. Hallgrímur segir liðið ekki undirbúa sig neitt öðruvísi fyrir þessa leiki. „Nei við bara vitum að okkur finnst við ekkert vera síðra lið en þessi tvö þannig við áttum skilið, fannst mér, að vinna Víking og áttum líka skilið að vinna í dag þannig að við erum fullfærir um að veita þessum liðum keppni.” „Jú, ég var gríðarlega ánægður með öftustu fjóra og Rodri í uppspilinu, þeir leystu þetta frábærlega. Blikarnir eru mjög góðir í að pressa þannig að bara frábærlega leyst”, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hápressuna sem Blikar beittu á löngum köflum í dag. Ívar Örn Árnason, varnarmaður KA, lenti á stönginni á marki Blika í seinni hálfleik og þurfti að stoppa leikinn í rúmar fimm mínútur til að hlúa að honum. Þetta leit ekki vel út en Ívar hélt þó leik áfram. Hvernig leit þetta út frá sjónarhorni Hallgríms? „Ég sá þetta reyndar ekki, ég horfi akkurat í átt að fyrirgjöfinni og er að snúa mér við, þá er hann lentur á stönginni, það eru einhverjir sem vilja meina að hann hafi ýtt honum viljandi á hana en ég veit það samt ekki sko.” „Því miður erum við held ég alltof fjarri fyrsta sætinu eins og staðan er núna, þannig að við verðum bara að horfa í annað sætið og reyna ná því”, sagði Hallgrímur að lokum aspurður út í möguleika KA í toppbaráttunni. Besta deild karla KA Breiðablik
KA sigraði Breiðablik, 2-1, í frábærum fótboltaleik á Greifavellinum á Akureyri í dag. Hallgrímur Mar skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn. Með sigrinum gultryggir KA þriðja sætið fyrir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni og á enn von á öðru sæti áður en úrslitaumferðirnar fara fram. Breiðablik situr sem fastast á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið en missa af dýrmætum stigum. Eins og við mátti búast byrjuðu Blikar strax að halda vel í boltann og hleyptu heimamönnum ekki of nálægt sér og pressuðu hátt. Blikarnir náðu þó ekki að skapa sér mikið af færum en voru að komast aftur fyrir vörn KA úti í breiddinni og vinna fjölmörg horn. Höskuldur Gunnlaugsson átti fínan skalla eftir horn eftir 12 mínútna leik en boltinn yfir markið. Á 24. mínútu vann KA aukaspyrnu úti hægra megin. Sveinn Margeir stillti boltanum upp og átti flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem boltinn sveif yfir allan pakkann og á Rodri sem stóð einn alveg óvaldaður og skallaði boltann auðveldlega í netið og kom KA yfir þvert gegn gangi leiksins. Eftir markið jafnaðist leikurinn aðeins út og varð opnari fyrir vikið. Kristinn Steindórsson hefði átt að jafna leikinn þegar heimamenn misstu boltann á miðjunni og í kjölfarið fékk Ísak Snær boltann inn fyrir en kaus að senda til hægri á Kristinn sem skaut boltanum fram hjá úr góðu færi. Ísak hefði jafnvel getað klárað þetta færi sjálfur. KA leiddi því með einu marki í hálfleik. Seinni hálfleikur hélt áfram á sömu nótum og sá fyrri endaði; leikurinn í jafnvægi en Blikar meira með boltann. Það var svo eftir rúman stundarfjórðung sem að dró til tíðinda. KA var þá í sókn og Anton Ari varði vel skot frá Hallgrími Mar. Í kjölfarið geystust blikar upp völlinn hægra megin þar sem að Jason Daði kom boltanum á Viktor Karl sem spólaði fram hjá nokkrum varnarmönnum KA og setti boltann fast í nærhornið fram hjá Jajalo sem hefði mögulega átt að gera betur. Staðan 1-1 og hálftími eftir. Á 68. mínútu átti Hrannar Björn flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem bróðir hans, Hallgrímur Mar, var mættur og skallaði boltann í utanverða stöngina og fram hjá. Blikar sluppu með skrekkinn þar. Einungis fjórum mínútum síðar kom flott sókn upp vinstra megin hjá KA og boltinn fór alla leið yfir á Svein Margeir á fjærstönginni sem var við það að þruma boltanum í netið en varnarmaður Blika komst fyrir skotið og bjargaði sennilega marki. Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma hefði Viktor Karl getað komið Blikum yfir en Jajalo varði skot hans glæsilega með hægri fæti. Tveimur mínútum síðar braut Damir Muminovic á Ásgeiri Sigurgeirssyni innan vítateigs og víti dæmt. Á punktinn fór Hallgrímur Mar og skoraði örugglega og kom KA mönnum 2-1 yfir. Í uppbótatíma gat Ásgeir Sigurgeirsson skorað þriðja marka heimamanna en skot hans slakt í flottu færi og boltinn fram hjá. Kristijan Jajalo bjargaði svo marki á fimmtu mínútu uppbótatímans þegar Dagur Dan átti frábæra aukaspyrnu sem var á leið upp í skeytin. KA fór því með gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur af hólmi sem gerir toppbaráttuna enn skemmtilegri. Af hverju vann KA? Þeir höfðu trú á verkefninu og spiluðu sig í góð færi þrátt fyrir hápressu frá Blikum. Liðið er stútfullt af gæðum þó svo að Nökkvi Þeyr sé horfinn á braut og geta gert góða hluti. Hverjir stóðu upp úr? Ívar Örn átti enn einn stórleikinn þar sem hann batt vörn heimamanna saman. Hallgrímur Mar var hættulegur og skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Þá má ekki gleyma Rodri sem er gríðarlega mikilvægur í svona leik á miðsvæðinu. Hjá Breiðablik átti Viktor Karl flottan leik og skoraði gott mark. Þá vann Ísak Snær langflest einvígi sín í dag og kom liðsfélögum sínum í góðar stöður. Hvað gekk illa? Blikum gekk ekki nógu vel að skapa sér hættuleg færi þrátt fyrir að vera meira með boltann. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin í hinni venjulegu deildarkeppni fer öll fram næstkomandi laugardag kl. 14:00. KA mætir Val á Origo-vellinum og Breiðablik fær ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll. „Enginn heimsendir” Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir það engan heimsendi vera þó lið hans hafi beðið lægri hlut gegn KA í dag og vill heldur horfa fram veginn. „Ef maður reynir að greina þetta svona strax eftir leik þá kannski situr í manni að í fyrri hálfleik fannst mér við geta gert út um leikinn en þegar þú gerir það ekki og færð svo á þig mark úr föstu leikatriði þá var seinni hálfleikurinn alltaf að fara vera snúinn. Mér fannst við svo sem svara því vel í seinni hálfleik þangað til að við skorum, þá fannst mér við bara afhenda þeim stjórnina og mér fannst við ekki mjög skarpir síðustu 20 mínúturnar en auðvitað fengum við dauðafæri rétt áður en þeir skora. Ég sagði fyrir leikinn að þetta yrði erfiður leikur og KA menn eru góðir, með gott lið, og enginn heimsendir en ég svona hefði viljað að við hefðum haldið betri stjórn á leiknum síðustu 25 mínúturnar.” Eina skipting Breiðabliks í leiknum kom á 88. mínútu, beint eftir annað mark KA, þegar Andri Rafn Yoeman fór af velli og inn kom Sölvi Snær Guðbjargarson. Má því ætla að Óskar hafi verið ánægður með spilamennskuna fram að þeim tímapunkti? „Jújú, en þarf nú kannski ekki alltaf að þýða það að maður sé alveg himinlifandi með liðið, þú metur það líka bara þannig að þessir menn séu bara bestir til þess að klára það en það getur svo sem vel verið að maður hefði átt að skipta fyrr inn á en við mátum það þannig að það væri ekki málið á þessari stundu. Við gerðum ákveðnar áherslubreytingar um miðjan seinni hálfleik en svo bara færðu víti á þig og þeir vinna leikinn og enginn heimsendir - bara áfram gakk.” Eru Víkingarnir orðnir gildandi í titilbaráttunni eftir þessi úrslit þar sem nú munar 6 stigum á liðunum í stað 9 stigum? „Ég veit það ekki, einhverjir eru á eftir okkur og það eru öll liðin að elta okkur og einhverjir eru nær en aðrir og ég held að við getum ekkert verið að hugsa um það hvort við séum búnir að hleypa einhverjum of nálægt okkur. Fyrir síðustu umferð vorum við ekki búnir að hleypa neinum of nálægt en svo kemur þessi umferð og þá töpum við og aðrir vinna og svo kemur næsta umferð og þá gerist eitthvað annað. Það er ómögulegt að vera alltaf að velta fyrir sér og horfa í baksýnisspegilinn, það eina sem við getum gert er að horfa fram veginn, ekki vera að velta okkur upp úr því hvað einhverjir aðrir að gera. KA menn unnu hér góðan sigur í dag og ég veit ekkert hvernig hinir leikirnir fóru en liðin sem unnu í dag ég óska þeim bara til hamingju með sigurinn og svo er bara næsta umferð.” Hallgrímur: „No-brainer að ég færi á punktinn” Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Breiðablik. Hann segir tilfinninguna vera frábæra. „Hún er bara geggjuð, sérstaklega þegar við vitum að Valur tapaði í lokin, þannig það er mjög sætt svona eftir leik.” Nökkvi Þeyr Þórisson hefur hingað til verið vítaskytta KA á tímabilinu og ekki klikkað. Hann er þó genginn til liðs við Beerschot í Belgíu og Hallgrímur fékk því traustið á punktinum. Var það ákveðið fyrir leik? „Ég náttúrulega var vítaskytta áður en Nökkvi tók það þannig það var bara no-brainer að ég færi á punktinn þegar hann var farinn þannig að já það var vitað mál.” Þetta er annar toppslagurinn á Greifavellinum á stuttum tíma en Víkingar komu í heimsókn norður fyrir tveimur vikum. Hallgrímur segir liðið ekki undirbúa sig neitt öðruvísi fyrir þessa leiki. „Nei við bara vitum að okkur finnst við ekkert vera síðra lið en þessi tvö þannig við áttum skilið, fannst mér, að vinna Víking og áttum líka skilið að vinna í dag þannig að við erum fullfærir um að veita þessum liðum keppni.” „Jú, ég var gríðarlega ánægður með öftustu fjóra og Rodri í uppspilinu, þeir leystu þetta frábærlega. Blikarnir eru mjög góðir í að pressa þannig að bara frábærlega leyst”, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hápressuna sem Blikar beittu á löngum köflum í dag. Ívar Örn Árnason, varnarmaður KA, lenti á stönginni á marki Blika í seinni hálfleik og þurfti að stoppa leikinn í rúmar fimm mínútur til að hlúa að honum. Þetta leit ekki vel út en Ívar hélt þó leik áfram. Hvernig leit þetta út frá sjónarhorni Hallgríms? „Ég sá þetta reyndar ekki, ég horfi akkurat í átt að fyrirgjöfinni og er að snúa mér við, þá er hann lentur á stönginni, það eru einhverjir sem vilja meina að hann hafi ýtt honum viljandi á hana en ég veit það samt ekki sko.” „Því miður erum við held ég alltof fjarri fyrsta sætinu eins og staðan er núna, þannig að við verðum bara að horfa í annað sætið og reyna ná því”, sagði Hallgrímur að lokum aspurður út í möguleika KA í toppbaráttunni.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti