Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum Sverrir Mar Smárason skrifar 11. september 2022 16:14 Vísir/Hulda Margrét KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið í þeirra baráttu um að komast í efra umspil eftir að 22 umferðunum líkur. Það var þó illa mætt og lítil stemning í kringum leikinn sem er kannski eðlilegt þar sem liðin hafa í raun að engu öðru að keppa. Fyrri hálfleikurinn var eign KR-inga fyrir utan einstaka áhlaup Stjörnunnar. Heimamenn komust yfir strax á 9. mínútu með frábæru marki frá Theodóri Elmari. Ægir Jarl komst inn í sendingu út úr vörn Stjörnunnar og kom boltanum strax á Theodór Elmar sem hafði möguleika á sendingum báðum megin við sig en ákvað frekar að reyna skotið sem reyndist rétt ákvörðun. Haraldur í marki Stjörnunnar réði ekki við fast skot og boltinn söng í netinu. Aðeins fimm mínútum síðar var KR komið í 2-0. Stefán Árni Geirsson og Theodór Elmar spiluðu sín á milli úti á kanti áður en Theodór sendi góða sendingu inn á völlinn á Ægi Jarl. Ægir Jarl sendi viðstöðulausa sendingu inn í teiginn á Stefán Árna sem hafði látið varnarmenn Stjörnunnar gleyma sér. Stefán Árni yfirvegaður í færinu og skoraði með skoti á nærstöng. Stjörnumenn lifnuðu aðeins við þegar leið á leikinn en tókst ekki að ógna marki KR nægilega mikið. Staðan 2-0 í hálfleik fyrir KR í annars daufum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var mjög svipaður þeim fyrri. Lítið í gangi almennt í kringum mörk beggja liða. KR komst hins vegar í 3-0 á 75. mínútu með góðu marki frá Stefáni Árna. Elís Rafn, varnarmaður Stjörnunnar, sendi slæma sendingu beint á Atla Sigurjóns og Atli var fljótur að finna Stefán Árna í góðri stöðu. Stefán Árni fór auðveldlega framhjá Sindra Þór og skoraði með föstu skoti undir Harald í markinu. Stjörnumenn reyndu þá að finna mark til þess að minnka muninn. Beitir í marki KR þurfti að hafa fyrir nokkrum fínum skotum Stjörnumanna og Stjarnan fékk nokkur horn undir lokin. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem Stjarnan loksins minnkaði muninn og þurfti vítaspyrnu til. Eftir snögga aukaspyrnu á miðjum velli sendi Jóhann Árni sendingu á Eggert Aron inn í teig KR. Eggert sneri vel og var síðan felldur af Kennie Chopart. Jóhann Árni fór á punktinn og skoraði örugglega. Lokatölur 3-1 sigur KR. Af hverju vann KR? Þeir voru bara klókari og með meira sjálfstraust í dag. Trú á eigin gæði voru meiri. Stjörnumenn að tapa sínum fimmta leik í röð í deildinni og hafa ekki séð til sólar í dágóðan tíma. KR-ingar í ágætis málum í undanförnum leikjum. Stjörnumenn fengu bara að gera sitt fram að síðasta þriðjungi og þá varð oftast ekkert úr neinni sókn á með varnarleikur Stjörnunnar er í molum og KR nýtti sér það vel. Hverjir voru bestir? Stefán Árni og Theodór Elmar voru bestir í dag. Líklega besti leikur sem undirritaður hefur séð Emma spila á Íslandi. Mikið í boltanum og sýni gæði sín reglulega. Stefán Árni gerði vel í sínum færum og var sífellt að ógna varnarmönnum Stjörnunnar. Beitir Ólafs var svo einnig góður á milli stanganna, sérstaklega undir lokin. Hvað má betur fara? Stjörnumenn virðast bara bíða eftir því að tímabilið klárist svo þeir geti farið að stokka upp og gera einhverjar breytingar. Andrúmsloftið virðist ekki gott og það skilar sér inn á völlinn. Mikið hreyft við byrjunarliðinu og mikið af skiptingum. Enginn taktur og erfitt að sjá hvenær eða hvort þeir vinni annan leik. Hvað gerist næst? KR ógnar Val í 4.sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Þeir spila við Víking í lokaleik hefðbundnar deildar n.k. laugardag í Víkinni kl. 14:00. Stjörnumenn eiga í hættu á að lenda undir striki og spila í neðra umspili. Þeir freista þess að ná í stig og halda sér þannig í því efra þegar þeir fá FH í heimsókn sama dag og á sama tíma. Besta deild karla KR Stjarnan
KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið í þeirra baráttu um að komast í efra umspil eftir að 22 umferðunum líkur. Það var þó illa mætt og lítil stemning í kringum leikinn sem er kannski eðlilegt þar sem liðin hafa í raun að engu öðru að keppa. Fyrri hálfleikurinn var eign KR-inga fyrir utan einstaka áhlaup Stjörnunnar. Heimamenn komust yfir strax á 9. mínútu með frábæru marki frá Theodóri Elmari. Ægir Jarl komst inn í sendingu út úr vörn Stjörnunnar og kom boltanum strax á Theodór Elmar sem hafði möguleika á sendingum báðum megin við sig en ákvað frekar að reyna skotið sem reyndist rétt ákvörðun. Haraldur í marki Stjörnunnar réði ekki við fast skot og boltinn söng í netinu. Aðeins fimm mínútum síðar var KR komið í 2-0. Stefán Árni Geirsson og Theodór Elmar spiluðu sín á milli úti á kanti áður en Theodór sendi góða sendingu inn á völlinn á Ægi Jarl. Ægir Jarl sendi viðstöðulausa sendingu inn í teiginn á Stefán Árna sem hafði látið varnarmenn Stjörnunnar gleyma sér. Stefán Árni yfirvegaður í færinu og skoraði með skoti á nærstöng. Stjörnumenn lifnuðu aðeins við þegar leið á leikinn en tókst ekki að ógna marki KR nægilega mikið. Staðan 2-0 í hálfleik fyrir KR í annars daufum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var mjög svipaður þeim fyrri. Lítið í gangi almennt í kringum mörk beggja liða. KR komst hins vegar í 3-0 á 75. mínútu með góðu marki frá Stefáni Árna. Elís Rafn, varnarmaður Stjörnunnar, sendi slæma sendingu beint á Atla Sigurjóns og Atli var fljótur að finna Stefán Árna í góðri stöðu. Stefán Árni fór auðveldlega framhjá Sindra Þór og skoraði með föstu skoti undir Harald í markinu. Stjörnumenn reyndu þá að finna mark til þess að minnka muninn. Beitir í marki KR þurfti að hafa fyrir nokkrum fínum skotum Stjörnumanna og Stjarnan fékk nokkur horn undir lokin. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem Stjarnan loksins minnkaði muninn og þurfti vítaspyrnu til. Eftir snögga aukaspyrnu á miðjum velli sendi Jóhann Árni sendingu á Eggert Aron inn í teig KR. Eggert sneri vel og var síðan felldur af Kennie Chopart. Jóhann Árni fór á punktinn og skoraði örugglega. Lokatölur 3-1 sigur KR. Af hverju vann KR? Þeir voru bara klókari og með meira sjálfstraust í dag. Trú á eigin gæði voru meiri. Stjörnumenn að tapa sínum fimmta leik í röð í deildinni og hafa ekki séð til sólar í dágóðan tíma. KR-ingar í ágætis málum í undanförnum leikjum. Stjörnumenn fengu bara að gera sitt fram að síðasta þriðjungi og þá varð oftast ekkert úr neinni sókn á með varnarleikur Stjörnunnar er í molum og KR nýtti sér það vel. Hverjir voru bestir? Stefán Árni og Theodór Elmar voru bestir í dag. Líklega besti leikur sem undirritaður hefur séð Emma spila á Íslandi. Mikið í boltanum og sýni gæði sín reglulega. Stefán Árni gerði vel í sínum færum og var sífellt að ógna varnarmönnum Stjörnunnar. Beitir Ólafs var svo einnig góður á milli stanganna, sérstaklega undir lokin. Hvað má betur fara? Stjörnumenn virðast bara bíða eftir því að tímabilið klárist svo þeir geti farið að stokka upp og gera einhverjar breytingar. Andrúmsloftið virðist ekki gott og það skilar sér inn á völlinn. Mikið hreyft við byrjunarliðinu og mikið af skiptingum. Enginn taktur og erfitt að sjá hvenær eða hvort þeir vinni annan leik. Hvað gerist næst? KR ógnar Val í 4.sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Þeir spila við Víking í lokaleik hefðbundnar deildar n.k. laugardag í Víkinni kl. 14:00. Stjörnumenn eiga í hættu á að lenda undir striki og spila í neðra umspili. Þeir freista þess að ná í stig og halda sér þannig í því efra þegar þeir fá FH í heimsókn sama dag og á sama tíma.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti