Frakkar unnu fyrstu tvo leikhlutana og leiddu í hálfleik með 8 stigum, 43-35. Frábær frammistaða Tyrkja í þriðja leikhluta, sem þeir unnu með 16 stigum, kom þeim þó aftur inn í leikinn.
Tyrkir voru yfir þegar skammt var eftir af síðasta leikhlutanum en Rudy Gobert jafnaði leikinn fyrir Frakka þegar tvær sekúndur voru eftir, 77-77, og því þurfti að framlengja.
🎬 Re-live the final seconds of 🇹🇷 Turkey - 🇫🇷 France, which had EVERY sort of emotions.#EuroBasket pic.twitter.com/YbPA9lKs9k
— FIBA (@FIBA) September 10, 2022
Frakkar voru yfir alla framlenginguna en Tyrkir fengu lokasóknina og tækifæri til að vinna leikinn. Þar náði Terry Tarpey, leikmaður Frakka, að stela boltanum og tryggja Frökkum sigurinn, 87-86.
Frakkland mætir annað hvort Ítalíu eða Serbíu í 8-liða úrslitum á miðvikudaginn.
Rudy Gobert var stigahæsti leikmaður Frakka í leiknum með 20 stig ásamt því að taka 17 fráköst en Bugrahan Tuncer, leikmaður Tyrkja, var stigahæstur allra með 22 stig.
X FACTOR! 💥
— BasketNews (@BasketNews_com) September 10, 2022
🇹🇷 Bugrahan Tuncer has made 6️⃣ threes against 🇫🇷 France 🔥🔥🔥🔥🔥🔥#EuroBasket pic.twitter.com/vnrMSzOrHr