„Búin að vera að njósna á Instagram“ Atli Arason skrifar 11. september 2022 11:00 Helena Ólafsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir ræða málin í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur. „Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
„Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn