Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:48 Browne segist ætla að boða til þjóðaratkvæðageriðslu um stofnun lýðveldis innan þriggja ára verði hann endurkjörinn forsætisráðherra. Getty/Victoria Jones Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi. Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi.
Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26