Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:48 Browne segist ætla að boða til þjóðaratkvæðageriðslu um stofnun lýðveldis innan þriggja ára verði hann endurkjörinn forsætisráðherra. Getty/Victoria Jones Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi. Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi.
Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26