Íslenski boltinn

Fyrstur erlendra leikmanna til að skora 100 mörk

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Vísir/Diego

Steven Lennon skoraði í dag sitt hundraðasta mark í efstu deild í fótbolta hér á landi.

Skoski sóknarmaðurinn hóf leik á varamannabekknum þegar FH tók á móti ÍA í 21.umferð Bestu deildarinnar í dag en kom inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks og gerði fimmta mark FH í 6-1 sigri.

Þetta var mark númer 100 í efstu deild hér á landi en alls hefur Lennon skorað 161 mark í 317 KSÍ leikjum fyrir FH og Fram. Af þeim eru 201 leikir í efstu deild.

Þessi 34 ára gamli leikmaður kom fyrst í íslenska boltann sumarið 2011 þegar hann gekk í raðir Fram og var fljótur að stimpla sig inn sem einn besti sóknarmaður deildarinnar.

Er hann fyrsti erlendi leikmaðurinn til að ná þessum merka áfanga hér á landi.

Hann gekk í raðir FH árið 2014 og hefur mest skorað sautján mörk á einu tímabili.


Tengdar fréttir

Eiður Smári: Magnað afrek hjá Steven Lennon

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði mikilvægt fyrir leikmenn sína að svífa ekki upp til skýjanna þrátt fyrir frábæra frammistöðu og sannfærandi sigur FH-liðsins gegn Skagamönnum í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×