„Hefur vantað sjálfstraust“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 16:31 Steven Lennon og Matthías Vilhjálmsson þekkja það vel að skora mörk, þó að gengi FH hafi verið dapurt í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon Besta deild karla FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon
Besta deild karla FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira