Sarri aftur í veseni | Sendi andstæðingnum puttann Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 19:02 Maurizio Sarri er heitt í hamsi þessa dagana. Stöð 2 Sport Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, gæti verið í veseni hjá ítölskum fótboltayfirvöldum aðra vikuna í röð eftir leik liðsins við Hellas Verona um helgina. Síðustu helgi kvaðst hann búast við að lögfræðingur sinn yrði í yfirvinnu í vetur. „Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
„Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30