Reggístrákarnir sem bíða Heimis Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 10:33 Heimir Hallgrímsson byrjar á glímu við Argentínu, rétt eins og á HM í Rússlandi þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Getty/Simon Stacpoole Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar. Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar.
Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30