Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2022 14:31 Donald Trump og sonur hans Eric á golfvelli í Virginíu í gær. AP/Alex Brandon Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Deilurnar um skjölin urðu fyrst opinberar í febrúar eftir að starfsmenn sóttu skjöl til Mar-a-Lago. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfðu lögmenn Trumps að engin frekari opinber og/eða leynileg gögn væri að finna í Flórída. Það var ósatt og lék grunur á að gögn hefðu verið falin. Sá grunur virðist hafa reynst réttur en FBI framkvæmdi húsleit í Flórída í ágúst og fannst þá mikið magn opinberra og leynilegra gagna. Sjá einnig: Enn bætist á vandræði Trumps Lögmenn Trumps lögðu nýverið til að Raymond J. Dearie, sem var áður alríkisdómari, yrði fenginn til að fara yfir gögnin og eins og áður segir eru saksóknarar ekki mótfallnir því. Þeir eru þó ekki sammála lögmönnum Trumps varðandi hvað Dearie á að gera og vilja að hann fái ekki aðgang að um hundrað skjöl sem merkt eru sem ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt New York Times. Saksóknarar sögðust mótfallnir því að annar dómari sem lögmenn Trumps lögðu til yrði valinn og sögðu hann ekki hafa þá reynslu sem til þyrfti. Dómarinn Aileen M. Cannon hefur þó lokavalið en hún var sjálf skipuð í embætti af Trump. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dearie var skipaður í embætti af Ronald Reagan og hefur setið í sérstökum dómstól sem fjallar um háleynileg mál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Deilurnar um skjölin urðu fyrst opinberar í febrúar eftir að starfsmenn sóttu skjöl til Mar-a-Lago. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfðu lögmenn Trumps að engin frekari opinber og/eða leynileg gögn væri að finna í Flórída. Það var ósatt og lék grunur á að gögn hefðu verið falin. Sá grunur virðist hafa reynst réttur en FBI framkvæmdi húsleit í Flórída í ágúst og fannst þá mikið magn opinberra og leynilegra gagna. Sjá einnig: Enn bætist á vandræði Trumps Lögmenn Trumps lögðu nýverið til að Raymond J. Dearie, sem var áður alríkisdómari, yrði fenginn til að fara yfir gögnin og eins og áður segir eru saksóknarar ekki mótfallnir því. Þeir eru þó ekki sammála lögmönnum Trumps varðandi hvað Dearie á að gera og vilja að hann fái ekki aðgang að um hundrað skjöl sem merkt eru sem ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt New York Times. Saksóknarar sögðust mótfallnir því að annar dómari sem lögmenn Trumps lögðu til yrði valinn og sögðu hann ekki hafa þá reynslu sem til þyrfti. Dómarinn Aileen M. Cannon hefur þó lokavalið en hún var sjálf skipuð í embætti af Trump. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dearie var skipaður í embætti af Ronald Reagan og hefur setið í sérstökum dómstól sem fjallar um háleynileg mál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53