Spánverjar komu til baka og fara í undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 17:08 Willy Hernángomez var stigahæstur Spánverja. Soeren Stache/picture alliance via Getty Images Spánverjar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, eftir 100-90 sigur á Finnum í 8-liða úrslitum í Berlín í dag. Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitunum. 8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira