Íslenski boltinn

Tíu sem missa af lokaumferðinni vegna leikbanns

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Snær íÞorvaldsson verður í leikbanni þegar Breiðablik tekur á móti ÍBV á laugardaginn.
Ísak Snær íÞorvaldsson verður í leikbanni þegar Breiðablik tekur á móti ÍBV á laugardaginn. Vísir/Hulda Margrét

Tíu leikmenn munu missa af lokaumferð Bestu-deildar karla áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming.

Leikmennirnir tíu taka allir út leikbann, en eins og gengur og gerist á þriðjudögum kom aga- og úrskurðarnefnd KSÍ saman í dag.

Topplið Breiðabliks verður án síns markahæsta leikmanns, en Ísak Snær Þorvaldsson tekur út leikbann í annað skipti á tímabilinu. Hann hefur fengið sjö áminningar og þarf því að fylgjast með leiknum úr stúkunni.

Keflvíkingurinn Pat­rik Johann­esen var einnig úrskurðaður í eins leiks bann í annað skiptið í sumar fyrir fjölda áminninga.

Fallbaráttulið Leiknis verður án tveggja leikmanna er liðið heimsækir botnlið ÍA í sannkölluðum botnslag þar sem Zean Dalügge og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tak út leikbann.

Aðrir sem taka út bann í lokaumferðinni eru: Hall­dór Jón Sig­urður Þórðar­son, ÍBV; Sveinn Mar­geir Hauks­son, KA; Dani Hatakka og Sindri Snær Magnús­son, Kefla­vík; Ein­ar Karl Ingvars­son, Stjörn­unni og Ágúst Eðvald Hlyns­son, Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×