Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:06 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira