Mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu hetjumark Matips og klúður Börsunga Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:30 Joel Matip tryggði Liverpool afar dýrmætan sigur í gærkvöld. Getty/Dave Howarth Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld þegar sjö leikir fóru fram. Mörkin og helstu atvik úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira