„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 09:30 Tom Brady og Gisele Bündchen fögnuðu vel þegar Brady og félagar í Tama Bay Buccaneers höfðu landað NFL-meistaratitlinum í febrúar 2021. Getty/Kevin C. Cox Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele. NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele.
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira