Körfubolti

Frakkar á­fram í undan­úr­slit eftir sigur í fram­lengdum leik gegn Í­tölum

Atli Arason skrifar
Rudy Gobert, leikmaður Frakklands, var með tvöfalda tvennu í leiknum gegn Ítölum. Gobert skoraði 19 stig og tók 14 fráköst.
Rudy Gobert, leikmaður Frakklands, var með tvöfalda tvennu í leiknum gegn Ítölum. Gobert skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Getty Images

Frakkar eru komnir áfram í undanúrslit EuroBasket eftir átta stiga sigur á Ítalíu eftir framlengdan leik, 93-85.

Frakkar byrjuðu leikinn betur og náðu snemma níu stiga forskoti á Ítali, sem komu samt til baka. Frakkar unnu þó fyrsta leikhlutan með sjö stigum 27-20.

Annar leikhluti var jafn en Frakkar héldu þó alltaf í forskot sitt og fóru með sjö stiga forystu sína inn í hálfleik, 38-31.

Endurkoma Ítala hófst þó fyrir alvöru í þriðja leikhluta þar sem Ítalir unnu 13 stiga sigur og leiddu leikinn fyrir síðasta fjórðunginn, 56-62.

Lokaleikhlutinn var spennandi þrátt fyrir að Ítalir leiddu leikhlutan nánast frá upphafi til enda en Frökkum tókst ekki að jafna leikinn fyrr en 5 sekúndum fyrir leikslok, í stöðunni 77-77. Simone Fontecchio fékk tækifæri til vinna leikinn fyrir Ítali en skot hans fór ekki ofan í körfuna og því þurfti að framlengja.

Frakkar voru heilt yfir sterkari í framlengingunni þar sem þeir leiddu leikinn lengst af og unnu að lokum átta stiga sigur, 93-85.

Thomas Heurtel var stigahæstur í liði Frakklands með 20 stig en Ítalirnir Simone Fontecchio og Marco Spissu voru saman stigahæstir, báðir með 21 stig.

Í undanúrslitum munu Frakkar leika við annaðhvort Slóveníu eða Pólland sem eigast við síðar í kvöld í síðasta leik 8-liða úrslita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×