Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 08:30 Mel C segir að brotið hafi verið á sér kynferðislega kvöldið fyrir frumsýningu Kryddpíanna. Getty/Matthew Baker Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar. Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar.
Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira