Hinar konurnar, sem munu birtast á forsíðunni, eru Hillary Clinton, Chelsea Clinton, Oprah Winfrey, Ava Duvernay, Malala og Elizabeth Olsen. Konurnar sem hlutu þennan heiður hafa allar lagt sitt af mörkum í jafnréttisbaráttunni í skemmtanabransanum samkvæmt ritstjórum blaðsins Variety.
„Forsíðu hertogaynjunnar hefur verið frestað af virðingu við nýlegt andlát Elísabetar II drottningar,“ sagði í tilkynningu frá Variety. Þar var einnig greint frá því að hún myndi ekki mæta á viðburðinn, sem haldinn verður í tilefni útgáfunnar, síðar í mánuðinum.
