Sérsveitin varar við sprengjufikti: „Það hafa orðið banaslys“ Sunna Sæmundsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 15. september 2022 15:14 Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun segir stranglega bannað og stórhættilegt að fikta með sprengiefni. vísir/Magnús Hlynur Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun ítrekar varnaðarorð lögreglu um alvarleika þess að meðhöndla sprengiefni. „Það hafa orðið banaslys á Íslandi við sprengjufikt, útlimamissir einnig og fólk hefur misst sjón. Þannig þetta er alveg stranglega bannað,“ segir sérsveitarmaður sem var kallaður á vettvang þegar tilkynnt var um torkennilegan hlut nærri Fjölbrautarskóla Suðurlands og Vallaskóla. Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Lögreglumál Árborg Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Lögreglumál Árborg Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira