„Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. september 2022 21:45 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap gegn Selfyssingum, 28-27, í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. „Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
„Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum.
Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53