Þurfti að hafna myndatöku eftir að leikur var hafinn Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 08:30 Cristiano Ronaldo fagnaði marki sínu gegn Sheriff í gær, í 2-0 sigri. Getty/Oleg Bilsagaev Kona sem hugðist fá að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo í miðjum leik Sheriff og Manchester United í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld hafði ekki erindi sem erfiði. Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira