Dagur íslenskrar náttúru Jódís Skúladóttir skrifar 16. september 2022 10:00 Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun