Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. september 2022 16:15 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en allt getur gerst í úrslitakeppninni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Skemmtanagildið var ekki mikið í fyrri hálfleik. ÍBV voru töluvert öflugri að sækja á mark Blika og áttu ágætisfæri á köflum en vantaði herslumuninn að koma boltanum í netið. Það virtist vera skjálfti í leikmönnum Breiðabliks á fyrstu mínútunum og tók þá um stundarfjórðung að komast almennilega inn í leikinn. Þrátt fyrir að bæði lið komu sér í góð færi í fyrri hálfleik var alvöru dauðafærði þegar um hálftími var liðin af leiknum. Gísli Eyjólfsson var einn á móti Guðjóni Orra í marki ÍBV en hittir boltann ekki nógu vel. Meira gerðist ekki í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 er liðin gengu til klefa. Blikar mættu töluvert öflugri í seinni hálfleikinn og tók þá ekki nema tvær mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Andri Rafn Yeoman þræðir boltann alveg upp að endalínu, gefur boltann fyrir á Jason Daða Svanþórsson sem kom boltanum örugglega í netið. Staðan 1-0. Áfram héldu Blikar að sækja og á 66. mínútu gefur Oliver Sigurjónsson langan bolta á Dag Dan Þórhallsson. Dagur tekur boltann niður og neglir honum í netið. Staðan 2-0 fyrir Breiðablik. Á 68. mínútu rennir Dagur Dan boltanum á Jason Daða. Guðjón Orri kemur á móti honum, Jason fer framhjá Guðjóni og sendir Jason boltann laust í netið. Staðan orðin 3-0 fyrir Breiðablik. Blikar áttu nokkar góðar sóknir eftir þetta en lokatölur 3-0 og Breiðablik komið í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar. Afhverju vann Breiðablik? Þrátt fyrir að það hafi verið skjálfti í þeim í byrjun fyrri hálfleik náðu þeir að þjappa sér saman og spila góðan leik. Liðið mætti vel til leiks í seinni hálfleik og tókst að opna vörn ÍBV trekk í trekk og koma boltanum í netið. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Breiðablik var Jason Daði Svanþórsson. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og myndaðist alltaf mikill darraðadans í teig ÍBV þegar að hann var með boltann. Dagur Dan Þórhallson var öflugur í leiknum í dag. Skoraði eitt mark og var með stoðsendingu. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá báðum liðum var ragur. Þrátt fyrir að liðin hefðu komið sér í færi þá var fátt um fína drætti. Breiðablik fékk blóð á tennurnar í fyrsta markinu og þá hrundi leikur ÍBV niður eins og spilaborg. Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna hlé á deildinni áður en tvískiptingin verður. Hermann Hreiðarsson: „Þetta var dofið, gæðalaust og leiðinlegt“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBVVísir/Hulda Margrét „Við erum ekki kátir með okkur og við vitum það alveg. Fyrri hálfleikurinn 0-0, mér fannst það gæðaleysi í báðum liðum. Við hefðum getað refsað, við fengum fínar stöður í pressunni en það vantaði neista hjá okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir 3-0 tap á móti Breiðablik í dag. „Það var gæðaleysi hjá þeim líka, það er svekkjandi að við vorum ekki snarpari í fyrri hálfleik, það er fúlt. Seinni hálfleikurinn, við bitum ekki nógu vel frá okkur eftir að þeir skora. Við fáum eitt, tvö færi í byrjun en eftir fyrsta markið þá fannst mér aðeins eitthvað detta úr okkur.“ ÍBV voru góðir í fyrri hálfleik og áttu ágætisfæri. Eftir fyrsta mark Breiðabliks í seinni hálfleik duttu þeir niður og náðu sér ekki aftur á strik. „Við vitum hverju við erum góðir í og við vorum ekki að gera það. Við fórum út af teinunum, fórum að reyna eitthvað sem við erum ekki vanir að gera. Við gáfum alltof mikið færi á okkur í skyndisóknir, gáfum boltann alltof illa frá okkur á hættulegum stöðum. Við vorum virkilega sloppy með boltann. Blikarnir eru gott fótboltalið og þeir refsa ef þeir fá pláss, það er kannski fyrst og fremst það. Þetta var mjög ólíkt okkur, því við höfum verið alveg gríðarlega kraftmiklir og erfitt að eiga við okkur en mér fannst við ekki sýna klærnar nóg í dag.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé fyrir skiptingu deildarinnar, Hermann ætlar að nýta það vel. „Við ætlum að nýta það svakalega vel. Við höfum verið í rosalega fínum takti og þetta var off dagur í heildina. Ég veit ekki hvort það hafi verið góða veðrið og andrúmsloftið. Mér fannst þetta dofin leikur, það hentar okkur ekki. Við þurfum læti svo að okkar leikstíll henti. Þetta var dofið, gæðalaust og leiðinlegt, ég þoli þetta ekki.“ Höskuldur Gunnlaugsson: „Þetta var góð frammistaða þótt að við vorum ólíkir sjálfum okkur“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika.Vísir/Vilhelm „Mér líður helvíti vel, þetta var góð frammistaða þótt að við vorum ólíkir sjálfum okkur og orkulitlir í fyrri hálfleik. Við vorum samt með stjórn allan tímann og það er fagmannleg frammistaða á Kópavogsvelli í enn eitt skiptið,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sáttur eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag „Þeir eru erfiðir að brjóta niður og þeir pressuðu okkur eins og þeir gerðu við Víking sem gekk vel hjá þeim. Það tók smá tíma að brjóta það á bak aftur en svo fannst mér við ná að leysa nítíu prósent skipta helvíti vel. Við áttum náttúrulega að vera búnir að skora í fyrri hálfleik en svo þegar að fyrsta markið kom þá var þetta aldrei spurning.“ Það tók Breiðablik smá tíma að koma sér í gang í fyrri hálfleik en þeir mættu töluvert öflugri í seinni hálfleik. Höskuldur segir þá hafa fengið orð í eyra frá Óskari að skrúfa tempóið upp sem gekk gríðarlega vel. „Við vorum að fókusa að það sem var að virka vel að halda því áfram. Svo voru skilaboð frá þjálfarnum að skrúfa upp tempóið og við fundum það að við vorum ólíkir okkur í því. Orkan var meiri í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá er skipting deildarinnar og er Höskuldur spenntur að sjá hvernig það verður. „Það er skemmtilegt og forvitnilegt að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held þetta verði stemmning og ég vona að það verði fjölmennt á leikjum og að þetta verði bara ekkert spennandi,“sagði Höskuldur hlægjandi að lokum. Besta deild karla Breiðablik ÍBV Tengdar fréttir „Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. 17. september 2022 16:44
Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Skemmtanagildið var ekki mikið í fyrri hálfleik. ÍBV voru töluvert öflugri að sækja á mark Blika og áttu ágætisfæri á köflum en vantaði herslumuninn að koma boltanum í netið. Það virtist vera skjálfti í leikmönnum Breiðabliks á fyrstu mínútunum og tók þá um stundarfjórðung að komast almennilega inn í leikinn. Þrátt fyrir að bæði lið komu sér í góð færi í fyrri hálfleik var alvöru dauðafærði þegar um hálftími var liðin af leiknum. Gísli Eyjólfsson var einn á móti Guðjóni Orra í marki ÍBV en hittir boltann ekki nógu vel. Meira gerðist ekki í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 er liðin gengu til klefa. Blikar mættu töluvert öflugri í seinni hálfleikinn og tók þá ekki nema tvær mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Andri Rafn Yeoman þræðir boltann alveg upp að endalínu, gefur boltann fyrir á Jason Daða Svanþórsson sem kom boltanum örugglega í netið. Staðan 1-0. Áfram héldu Blikar að sækja og á 66. mínútu gefur Oliver Sigurjónsson langan bolta á Dag Dan Þórhallsson. Dagur tekur boltann niður og neglir honum í netið. Staðan 2-0 fyrir Breiðablik. Á 68. mínútu rennir Dagur Dan boltanum á Jason Daða. Guðjón Orri kemur á móti honum, Jason fer framhjá Guðjóni og sendir Jason boltann laust í netið. Staðan orðin 3-0 fyrir Breiðablik. Blikar áttu nokkar góðar sóknir eftir þetta en lokatölur 3-0 og Breiðablik komið í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar. Afhverju vann Breiðablik? Þrátt fyrir að það hafi verið skjálfti í þeim í byrjun fyrri hálfleik náðu þeir að þjappa sér saman og spila góðan leik. Liðið mætti vel til leiks í seinni hálfleik og tókst að opna vörn ÍBV trekk í trekk og koma boltanum í netið. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Breiðablik var Jason Daði Svanþórsson. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og myndaðist alltaf mikill darraðadans í teig ÍBV þegar að hann var með boltann. Dagur Dan Þórhallson var öflugur í leiknum í dag. Skoraði eitt mark og var með stoðsendingu. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá báðum liðum var ragur. Þrátt fyrir að liðin hefðu komið sér í færi þá var fátt um fína drætti. Breiðablik fékk blóð á tennurnar í fyrsta markinu og þá hrundi leikur ÍBV niður eins og spilaborg. Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna hlé á deildinni áður en tvískiptingin verður. Hermann Hreiðarsson: „Þetta var dofið, gæðalaust og leiðinlegt“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBVVísir/Hulda Margrét „Við erum ekki kátir með okkur og við vitum það alveg. Fyrri hálfleikurinn 0-0, mér fannst það gæðaleysi í báðum liðum. Við hefðum getað refsað, við fengum fínar stöður í pressunni en það vantaði neista hjá okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir 3-0 tap á móti Breiðablik í dag. „Það var gæðaleysi hjá þeim líka, það er svekkjandi að við vorum ekki snarpari í fyrri hálfleik, það er fúlt. Seinni hálfleikurinn, við bitum ekki nógu vel frá okkur eftir að þeir skora. Við fáum eitt, tvö færi í byrjun en eftir fyrsta markið þá fannst mér aðeins eitthvað detta úr okkur.“ ÍBV voru góðir í fyrri hálfleik og áttu ágætisfæri. Eftir fyrsta mark Breiðabliks í seinni hálfleik duttu þeir niður og náðu sér ekki aftur á strik. „Við vitum hverju við erum góðir í og við vorum ekki að gera það. Við fórum út af teinunum, fórum að reyna eitthvað sem við erum ekki vanir að gera. Við gáfum alltof mikið færi á okkur í skyndisóknir, gáfum boltann alltof illa frá okkur á hættulegum stöðum. Við vorum virkilega sloppy með boltann. Blikarnir eru gott fótboltalið og þeir refsa ef þeir fá pláss, það er kannski fyrst og fremst það. Þetta var mjög ólíkt okkur, því við höfum verið alveg gríðarlega kraftmiklir og erfitt að eiga við okkur en mér fannst við ekki sýna klærnar nóg í dag.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé fyrir skiptingu deildarinnar, Hermann ætlar að nýta það vel. „Við ætlum að nýta það svakalega vel. Við höfum verið í rosalega fínum takti og þetta var off dagur í heildina. Ég veit ekki hvort það hafi verið góða veðrið og andrúmsloftið. Mér fannst þetta dofin leikur, það hentar okkur ekki. Við þurfum læti svo að okkar leikstíll henti. Þetta var dofið, gæðalaust og leiðinlegt, ég þoli þetta ekki.“ Höskuldur Gunnlaugsson: „Þetta var góð frammistaða þótt að við vorum ólíkir sjálfum okkur“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika.Vísir/Vilhelm „Mér líður helvíti vel, þetta var góð frammistaða þótt að við vorum ólíkir sjálfum okkur og orkulitlir í fyrri hálfleik. Við vorum samt með stjórn allan tímann og það er fagmannleg frammistaða á Kópavogsvelli í enn eitt skiptið,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sáttur eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag „Þeir eru erfiðir að brjóta niður og þeir pressuðu okkur eins og þeir gerðu við Víking sem gekk vel hjá þeim. Það tók smá tíma að brjóta það á bak aftur en svo fannst mér við ná að leysa nítíu prósent skipta helvíti vel. Við áttum náttúrulega að vera búnir að skora í fyrri hálfleik en svo þegar að fyrsta markið kom þá var þetta aldrei spurning.“ Það tók Breiðablik smá tíma að koma sér í gang í fyrri hálfleik en þeir mættu töluvert öflugri í seinni hálfleik. Höskuldur segir þá hafa fengið orð í eyra frá Óskari að skrúfa tempóið upp sem gekk gríðarlega vel. „Við vorum að fókusa að það sem var að virka vel að halda því áfram. Svo voru skilaboð frá þjálfarnum að skrúfa upp tempóið og við fundum það að við vorum ólíkir okkur í því. Orkan var meiri í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá er skipting deildarinnar og er Höskuldur spenntur að sjá hvernig það verður. „Það er skemmtilegt og forvitnilegt að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held þetta verði stemmning og ég vona að það verði fjölmennt á leikjum og að þetta verði bara ekkert spennandi,“sagði Höskuldur hlægjandi að lokum.
Besta deild karla Breiðablik ÍBV Tengdar fréttir „Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. 17. september 2022 16:44
„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. 17. september 2022 16:44