Napoli hafði betur í toppslagnum | Mourinho sá rautt í tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 20:41 Giovanni Simeone skoraði markið sem tryggði Napoli sigur í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images Napoli vann góðan 1-2 útisigur er liðið heimsótti Ítalíumeistara AC Milan í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn í AC Milan voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu að skapa sér nokkur ákjósanleg færi til að taka forystuna. Það tókst hins vegar ekki og því var staðan enn markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það dró svo loksins til tíðinda eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik þegar Sergino virtist brjóta á Khvicha Kvaratskhelia innan vítateigs. Upphaflega var ekkert dæmt, en eftir skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Maurizio Mariani, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Matteo Politano fór á punktinn og setti hann af öryggi framhjá Mike Maignan í marki heimamanna og staðan orðin 0-1. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn eftir mark gestanna og það skilaði sér loksins þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Olivier Giroud skoraði gott mark eftir stoðsendingu frá Theo Hernandez og allt orðið jafnt á ný. Rétt tæpum tíu mínútum síðar kom Giovanni Simeone gestunum þó yfir á nýjan leik þegar hann stýrði fyrirgjöf Mario Rui listilega með enninu í netið. Heimamenn í AC Milan fengu sín færi á lokamínútunum til að jafna metin, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því 1-2 sigur Napoli. Napoli trónir því á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, þremur stigum meira en AC Milan sem situr í fimmta sæti deildarinnar. Finita 👊98’ | #MilanNapoli 1-2💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/yC0vcKxClK— Official SSC Napoli (@sscnapoli) September 18, 2022 Fyrr í kvöld máttu lærisveinar Jose Mourinho í Roma þola 0-1 tap er liðið tók á móti Atalanta. Giorgio Scalvini skoraði eina mark leiksins rúmum tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Mourinho fékk að líta beint rautt spjald á 57. mínútu leiksins þegar honum fanst sínir menn eiga að fá vítaspyrnu. Þegar ekkert var dæmt strunsaði þessi skrautlegi þjálfari inn á völlinn og lét dómara leiksins heyra það. Roma situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig eftir sjö leiki, fjórum stigum minna en Atalanta sem situr í öðru sæti. Ítalski boltinn
Napoli vann góðan 1-2 útisigur er liðið heimsótti Ítalíumeistara AC Milan í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn í AC Milan voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu að skapa sér nokkur ákjósanleg færi til að taka forystuna. Það tókst hins vegar ekki og því var staðan enn markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það dró svo loksins til tíðinda eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik þegar Sergino virtist brjóta á Khvicha Kvaratskhelia innan vítateigs. Upphaflega var ekkert dæmt, en eftir skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Maurizio Mariani, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Matteo Politano fór á punktinn og setti hann af öryggi framhjá Mike Maignan í marki heimamanna og staðan orðin 0-1. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn eftir mark gestanna og það skilaði sér loksins þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Olivier Giroud skoraði gott mark eftir stoðsendingu frá Theo Hernandez og allt orðið jafnt á ný. Rétt tæpum tíu mínútum síðar kom Giovanni Simeone gestunum þó yfir á nýjan leik þegar hann stýrði fyrirgjöf Mario Rui listilega með enninu í netið. Heimamenn í AC Milan fengu sín færi á lokamínútunum til að jafna metin, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því 1-2 sigur Napoli. Napoli trónir því á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, þremur stigum meira en AC Milan sem situr í fimmta sæti deildarinnar. Finita 👊98’ | #MilanNapoli 1-2💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/yC0vcKxClK— Official SSC Napoli (@sscnapoli) September 18, 2022 Fyrr í kvöld máttu lærisveinar Jose Mourinho í Roma þola 0-1 tap er liðið tók á móti Atalanta. Giorgio Scalvini skoraði eina mark leiksins rúmum tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Mourinho fékk að líta beint rautt spjald á 57. mínútu leiksins þegar honum fanst sínir menn eiga að fá vítaspyrnu. Þegar ekkert var dæmt strunsaði þessi skrautlegi þjálfari inn á völlinn og lét dómara leiksins heyra það. Roma situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig eftir sjö leiki, fjórum stigum minna en Atalanta sem situr í öðru sæti.