Afhentu Orkuklasanum þrjátíu milljóna króna ágóða Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 16:20 Dr. Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins í Reykjavík, og Hildigunnur Thorsteinsson, varaformaður nefndarinnar, afhentu Fang Hua, fulltrúa kínversku sendinefndarinnar á ráðstefnunni formlegt hlutverk gestgjafans. Tomasz Urban Þrjátíu milljóna króna ágóði af Heimsþingi Alþjóða jarðhitasambandsins var afhentur Orkuklasanum við hátíðlega athöfn í Grósku í gær. „Þörfin fyrir öflun sjálfbærrar orku hefur líklega aldrei verið meiri í heiminum en nú og Íslendingar eiga mikil og ónýtt tækifæri þegar kemur að því að virkja og miðla þeirri þekkingu og sem hefur skapast í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa,“ er haft eftir Bjarna Pálssyni, formanni undirbúningsnefndar Íslands um Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins (WGC), sem haldið var hér á landi í október í fyrra, í fréttatilkynningu um sjóðinn. Viðburðurinn skilaði um það bil 30 milljón króna ágóða og segir Bjarni aðstandendur ráðstefnunnar hafa sammælst um að setja ágóðann í sérstakan sjóð sem verður í vörslu Orkuklasans, sem er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem vinna að orkumálum, sem svo á að nýta til að efla samtal um sjálfbæra orkuöflun á milli innlendra og erlendra aðila. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hrósaði aðstandendum viðburðarins sérstaklega að þessu tilefni. Mikilvægt sé fyrir Íslendinga að miðla þekkingu sinni og einnig að laða að þekkingu hingað til lands. „Frumkvöðlar og hugvit munu leysa stærstu áskoranir samfélaga og heimsins. Ísland sem hefur skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á að nýta sér það til fulls. Hér höfum við ríka hefð sem við eigum ekki bara að nýta fyrir okkur sjálf heldur fyrir umhverfið og uppbyggingu viðskiptatækifæra um heim allan,“ er haft eftir Áslaugu. Sjóðurinn var afhentur formlega á svokölluðu lokahófi WGC í Grósku í gær þar sem farið var yfir þau tækifæri sem viðburðurinn hefur skapað Íslendingum og hvernig hægt væri að nýta þau áfram. Alls spannaði undirbúningurinn um átta ár því 2013 sóttu Íslendingar um að fá að halda það og kepptu þar við þjóðir eins og Bandaríkin og Þýskaland, og hvaða tækifæri og tengsl hafa skapast við ferlið allt. „Ísland er draumastaðsetning þegar kemur að því að efna til samtals um sjálfbærar orkulausnir. Eftirspurn annarra þjóða á að fá að læra af því sem hér hefur verið gert er mikil og slíkir viðburðir gefa Íslendingum einnig einstakt tækifæri til að læra um það fremsta sem er að gerast í öðrum löndum. Þessa eftirspurn eftir þekkingu og samtali eigum við Íslendingar því að nýta og virkja því af því höfum við öll hag,“ er haft eftir Bjarna. Heimsþingið, sem að jafnaði er haldið á fimm ára fresti, er ein allra stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Þingið sóttu yfir tvö þúsund gestir frá um hundrað löndum bæði í gegnum fjarfundarbúnað og með þátttöku á staðnum. Tíðindum þótti sæta hve vel framkvæmdin tókst til í krefjandi aðstæðum eftir langvarandi samkomutakmarkanir um allan heim. Orkumál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Þörfin fyrir öflun sjálfbærrar orku hefur líklega aldrei verið meiri í heiminum en nú og Íslendingar eiga mikil og ónýtt tækifæri þegar kemur að því að virkja og miðla þeirri þekkingu og sem hefur skapast í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa,“ er haft eftir Bjarna Pálssyni, formanni undirbúningsnefndar Íslands um Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins (WGC), sem haldið var hér á landi í október í fyrra, í fréttatilkynningu um sjóðinn. Viðburðurinn skilaði um það bil 30 milljón króna ágóða og segir Bjarni aðstandendur ráðstefnunnar hafa sammælst um að setja ágóðann í sérstakan sjóð sem verður í vörslu Orkuklasans, sem er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem vinna að orkumálum, sem svo á að nýta til að efla samtal um sjálfbæra orkuöflun á milli innlendra og erlendra aðila. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hrósaði aðstandendum viðburðarins sérstaklega að þessu tilefni. Mikilvægt sé fyrir Íslendinga að miðla þekkingu sinni og einnig að laða að þekkingu hingað til lands. „Frumkvöðlar og hugvit munu leysa stærstu áskoranir samfélaga og heimsins. Ísland sem hefur skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á að nýta sér það til fulls. Hér höfum við ríka hefð sem við eigum ekki bara að nýta fyrir okkur sjálf heldur fyrir umhverfið og uppbyggingu viðskiptatækifæra um heim allan,“ er haft eftir Áslaugu. Sjóðurinn var afhentur formlega á svokölluðu lokahófi WGC í Grósku í gær þar sem farið var yfir þau tækifæri sem viðburðurinn hefur skapað Íslendingum og hvernig hægt væri að nýta þau áfram. Alls spannaði undirbúningurinn um átta ár því 2013 sóttu Íslendingar um að fá að halda það og kepptu þar við þjóðir eins og Bandaríkin og Þýskaland, og hvaða tækifæri og tengsl hafa skapast við ferlið allt. „Ísland er draumastaðsetning þegar kemur að því að efna til samtals um sjálfbærar orkulausnir. Eftirspurn annarra þjóða á að fá að læra af því sem hér hefur verið gert er mikil og slíkir viðburðir gefa Íslendingum einnig einstakt tækifæri til að læra um það fremsta sem er að gerast í öðrum löndum. Þessa eftirspurn eftir þekkingu og samtali eigum við Íslendingar því að nýta og virkja því af því höfum við öll hag,“ er haft eftir Bjarna. Heimsþingið, sem að jafnaði er haldið á fimm ára fresti, er ein allra stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Þingið sóttu yfir tvö þúsund gestir frá um hundrað löndum bæði í gegnum fjarfundarbúnað og með þátttöku á staðnum. Tíðindum þótti sæta hve vel framkvæmdin tókst til í krefjandi aðstæðum eftir langvarandi samkomutakmarkanir um allan heim.
Orkumál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira