Sláandi munur á færni leikskólabarna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2022 20:01 Tvítyngd börn standa mun verr að vígi en þau sem hafa íslensku sem móðurmál. vísir/vilhelm Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum Háskóla Íslands en vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís. Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís.
Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30