Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. september 2022 22:31 Fréttastofa ræddi við nokkra einstaklinga sem voru að versla í matinn. Stöð 2 Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki. Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava. Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava.
Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26