Hundruð þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. september 2022 15:02 Karl III Bretlandskonungur hittir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/ Stefan Rousseau/Pool Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22