Best að hafa markmið um sigur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. september 2022 19:11 Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðsglaupsins árið 2022. BAKGARÐSHLAUPIÐ/GUMMI FT Berjast, hafa gaman og taka eitt skref í einu. Þetta voru einkunnarorð Kristjáns Svans Eymundssonar sem sigraði Bakgarðshlaupið að 214 kílómetrum loknum. Hann hafði þá hlaupið samfleytt í um 32 klukkutíma en fyrir hlaup setti hann sér það eina markmið að sigra. „Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Sjá meira
Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00
Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52
Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18