Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 21:18 Magnús Orri hefur beðist afsökunar á aðkomu sinni að Landsdómsmálinu. Í því var Geir H. Haarde einn sakfelldur. Vísir Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var níu manna þingmannanefnd skipuð miðað við þingstyrk flokka á löggjafarþinginu sem kosið var í kjölfar þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var felld árið 2009. Niðurstöður Rannsóknarskýrslunnar voru meðal annars þær að ráðherrarnir fyrrverandi Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi með vítaverðu gáleysi. Þingmannanefndin tók afstöðu til þess hvort samþykkja ætti þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir þrír, auk Ingibjörgar Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu ákærðir fyrir Landsdómi. Vildi ákæra alla nema Björgvin Nefndarmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar vildu að allir ráðherrarnir yrðu ákærðir, nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki að neinn yrði ákærður. Nefndarmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Magnús Orri Marínarson Schram, vildu að allir utan Björgvins G. Sigurðssonar yrðu ákærðir. Magnús Orri mælti fyrir þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir yrðu ákærðir. Þessu sér Magnús Orri nú eftir. „Ég vil biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu,“ svo hefst færsla sem Magnús Orri birti á Facebook í kvöld. „Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir,“ segir hann. Hann segist í dag vildi óska sér að hann hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Þingsályktunartillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir þingið og fór það svo að ályktun um ákæru á hendur Geir H. Haarde var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 30. Ályktanir um ákærur á hendur hinum ráðherrunum þremur voru felldar af þinginu. Geir var fyrir Landsdómi sakfelldur fyrir einn ákærulið af fjórum fyrir brot gegn 17. grein Stjórnarskrárinnar með því að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Honum var þó ekki gerð refsing. Hefur beðið hlutaðeigandi afsökunar „Ég er sannfærður um að þau sem voru til umfjöllunar – Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, hafa unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum. Ég hef persónulega beðið þau afsökunar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opinberum hætti. Ég var nýlega spurður að því hvort ég væri enn sömu skoðunar varðandi ákvörðun nefndarinnar og Alþingis, um að vísa málum ráðherranna til Landsdóms og svarið er að ég er það ekki. Málið hefur lengi hvílt þungt á mér og þótt ekki sé hægt að taka aftur þessi mistök þá er mikilvægt að gangast við þeim,“ segir Magnús Orri. Hrunið Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24. apríl 2012 10:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var níu manna þingmannanefnd skipuð miðað við þingstyrk flokka á löggjafarþinginu sem kosið var í kjölfar þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var felld árið 2009. Niðurstöður Rannsóknarskýrslunnar voru meðal annars þær að ráðherrarnir fyrrverandi Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi með vítaverðu gáleysi. Þingmannanefndin tók afstöðu til þess hvort samþykkja ætti þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir þrír, auk Ingibjörgar Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu ákærðir fyrir Landsdómi. Vildi ákæra alla nema Björgvin Nefndarmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar vildu að allir ráðherrarnir yrðu ákærðir, nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki að neinn yrði ákærður. Nefndarmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Magnús Orri Marínarson Schram, vildu að allir utan Björgvins G. Sigurðssonar yrðu ákærðir. Magnús Orri mælti fyrir þingsályktunartillögu um að ráðherrarnir yrðu ákærðir. Þessu sér Magnús Orri nú eftir. „Ég vil biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu,“ svo hefst færsla sem Magnús Orri birti á Facebook í kvöld. „Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir,“ segir hann. Hann segist í dag vildi óska sér að hann hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Þingsályktunartillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir þingið og fór það svo að ályktun um ákæru á hendur Geir H. Haarde var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 30. Ályktanir um ákærur á hendur hinum ráðherrunum þremur voru felldar af þinginu. Geir var fyrir Landsdómi sakfelldur fyrir einn ákærulið af fjórum fyrir brot gegn 17. grein Stjórnarskrárinnar með því að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Honum var þó ekki gerð refsing. Hefur beðið hlutaðeigandi afsökunar „Ég er sannfærður um að þau sem voru til umfjöllunar – Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, hafa unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum. Ég hef persónulega beðið þau afsökunar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opinberum hætti. Ég var nýlega spurður að því hvort ég væri enn sömu skoðunar varðandi ákvörðun nefndarinnar og Alþingis, um að vísa málum ráðherranna til Landsdóms og svarið er að ég er það ekki. Málið hefur lengi hvílt þungt á mér og þótt ekki sé hægt að taka aftur þessi mistök þá er mikilvægt að gangast við þeim,“ segir Magnús Orri.
Hrunið Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24. apríl 2012 10:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Sakfelling kom ekki á óvart Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar 24. apríl 2012 10:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent