Rússar vilja að landsliðsþjálfari Úkraínu fái lífstíðarbann frá fótbolta Atli Arason skrifar 19. september 2022 23:00 Oleksandr Petrakov er landsliðsþjálfari Úkraínu í fótbolta. Getty Images Rússar hafa sent erindi til UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, þar sem þeir hvetja sambandið til að setja Oleksandr Petrakov, landsliðsþjálfara Úkraínu, í bann frá knattspyrnu. Knattspyrnusamband Rússlands heldur því fram að Petrakov hafi brotið gegn reglum UEFA þegar hann bað um að Rússar myndu fá bann frá fótbolta fyrir innrás sína í Úkraínu ásamt því að segjast sjálfur ætla að grípa til vopna til að verja þjóð sína fyrir innrás Rússa. „Ef þeir koma til Kyiv þá mun ég ná í mín vopn og verja mína borg. Ég er 64 ára gamall en mér finnst það samt eðililegt. Vonandi gæti ég tekið tvo eða þrjá óvini með mér,“ sagði Petrakov í apríl. Petrakov fékk hins vegar ekki að taka þátt í hernaðarstöfum sökum aldurs. Nýlega lét Petrakov svo hafa eftir sér að banna ætti alla rússneska íþróttamenn frá íþróttum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það virðist vera kornið sem fyllti mælin hjá Rússum sem telja ummælin brjóta gegn reglum UEFA. „Yfirlýsing landsliðsþjálfa Úkraínu, Oleksander Petrakov, er sett fram í tengslum við pólitískan ágreining milli tveggja þjóða, Rússlands og Úkraínu. Skilaboðin eru af pólitísku eðli sem brýtur gegn grundvallarreglum sambandsins og geta með engu móti talist hlutdræg,“ er skrifað í kvörtun Rússa sem krefjast lífstíðarbanns. Þar er þó engu orði minnst á innrás Rússa í Úkraínu. Talsmaður Úkraínska knattspyrnusambandsins, UAF, vísar þessum kvörtunum Rússa á bug. „Þegar ráðist var inn í landið hans af ófreskjum, þá var Petrakov tilbúinn að verja landið sitt, konur og börn. Hann var þó ekki samþykktur inn í herin vegna skorts á reynslu en gjörðir hans sýna þó kjark og föðurlandsást,“ sagði talsmaður UAF áður en bætt var við. „Hvernig er hægt að tala um mismunin í sambandi við þjóð sem markvíst ræðst inn í annað land til að framkvæma fjöldamorð.“ Rússneskt félagslið og landslið mega ekki keppa í keppnum á vegum FIFA eða UEFA en bannið nær ekki yfir einstaka leikmenn sem mega spila áfram en þó ekki með rússnesku liði. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Rússlands heldur því fram að Petrakov hafi brotið gegn reglum UEFA þegar hann bað um að Rússar myndu fá bann frá fótbolta fyrir innrás sína í Úkraínu ásamt því að segjast sjálfur ætla að grípa til vopna til að verja þjóð sína fyrir innrás Rússa. „Ef þeir koma til Kyiv þá mun ég ná í mín vopn og verja mína borg. Ég er 64 ára gamall en mér finnst það samt eðililegt. Vonandi gæti ég tekið tvo eða þrjá óvini með mér,“ sagði Petrakov í apríl. Petrakov fékk hins vegar ekki að taka þátt í hernaðarstöfum sökum aldurs. Nýlega lét Petrakov svo hafa eftir sér að banna ætti alla rússneska íþróttamenn frá íþróttum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það virðist vera kornið sem fyllti mælin hjá Rússum sem telja ummælin brjóta gegn reglum UEFA. „Yfirlýsing landsliðsþjálfa Úkraínu, Oleksander Petrakov, er sett fram í tengslum við pólitískan ágreining milli tveggja þjóða, Rússlands og Úkraínu. Skilaboðin eru af pólitísku eðli sem brýtur gegn grundvallarreglum sambandsins og geta með engu móti talist hlutdræg,“ er skrifað í kvörtun Rússa sem krefjast lífstíðarbanns. Þar er þó engu orði minnst á innrás Rússa í Úkraínu. Talsmaður Úkraínska knattspyrnusambandsins, UAF, vísar þessum kvörtunum Rússa á bug. „Þegar ráðist var inn í landið hans af ófreskjum, þá var Petrakov tilbúinn að verja landið sitt, konur og börn. Hann var þó ekki samþykktur inn í herin vegna skorts á reynslu en gjörðir hans sýna þó kjark og föðurlandsást,“ sagði talsmaður UAF áður en bætt var við. „Hvernig er hægt að tala um mismunin í sambandi við þjóð sem markvíst ræðst inn í annað land til að framkvæma fjöldamorð.“ Rússneskt félagslið og landslið mega ekki keppa í keppnum á vegum FIFA eða UEFA en bannið nær ekki yfir einstaka leikmenn sem mega spila áfram en þó ekki með rússnesku liði.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira