Lífið

Prestar meira kinkí en trúboðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hugleikur alltaf með góðar greiningar. 
Hugleikur alltaf með góðar greiningar. 

Ný þáttaröð af Allskonar kynlíf er kominn í loftið á Stöð 2. Í þriðja þætti var fjallað um það að vera kinkí eða almennt um hugtakið kink og könnuðu Ahd og Sigga Dögg kynfræðingur það með skemmtilegum leiðum.

Í þættinum var rætt við Hugleik Dagsson um hafði hann eitthvað um málið að segja.

„Er í rauninni ekki bara allt sem er ekki trúboðarstellingin og svona verða börnin til, er það ekki bara kinkí?,“ segir Hugleikur og heldur áfram.

„Það er ástæða fyrir því að þetta sé kallað trúboðarstellingin. Trúboði er hugsanlega leiðinlegasta starfsstétt í heiminum. Ég held þú gætir ekki fundið leiðinlegri starfsstétt heldur en trúboði. Meira segja prestar eru með meira kink heldur en trúboðar.“

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en þar var einnig rætt við Þórunni Antoníu um málefnið.

Klippa: Prestar meira kinkí en trúboðar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×