Gramsverslun á Þingeyri: „ Vonumst til að sögunni verði sómi gerður“ Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2022 14:54 Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurrri. Tækniþjónusta Vestfjarða „Þetta er fallegt hús á sem á sína merku sögu. Við vonumst til að sögunni verði sómi gerður.“ Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða. Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða.
Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira