„Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. september 2022 17:59 Bjarni segist hafa verið að biðja um meira jafnvægi í umfjöllun og vandaðri vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði rannsóknina á máli sem snúi blaðamönnum og meintri byrjun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, vera glórulausa. Gögn málsins sýni það. Hann sagði pistilinn sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði um aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra vera fordæmalausan og grafalvarlegan. „Enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Bjarni svarar Þórði í nýjum pistli og segir Þórð sjá í sér óvin og kallar skrif hans „furðuskrif.“ Hann segist hafa bent á að fréttaflutningur af málinu hafi að mestu byggst á getgátum. „Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna,“ skrifar Bjarni. Hann segist einnig hafa bent á það að þó blaðamenn njóti ákveðinnar verndar þurfi þeir að mæta í skýrslutöku til lögreglu en Landsréttur hafi staðfest það. Blaðamennirnir hafi nú allir mætt í slíka. „Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið,“ skrifar Bjarni. Hann segist hafa verið að biðja um vandaðri vinnubrögð í pistli sínum, hann hafi talið umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Þeir sem hafi skrifað um málið megi kannski læra af því hvernig hlutirnir hafi farið á endanum. „Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja,“ skrifar Bjarni. Færslu Bjarna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi. Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði rannsóknina á máli sem snúi blaðamönnum og meintri byrjun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, vera glórulausa. Gögn málsins sýni það. Hann sagði pistilinn sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði um aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra vera fordæmalausan og grafalvarlegan. „Enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Bjarni svarar Þórði í nýjum pistli og segir Þórð sjá í sér óvin og kallar skrif hans „furðuskrif.“ Hann segist hafa bent á að fréttaflutningur af málinu hafi að mestu byggst á getgátum. „Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna,“ skrifar Bjarni. Hann segist einnig hafa bent á það að þó blaðamenn njóti ákveðinnar verndar þurfi þeir að mæta í skýrslutöku til lögreglu en Landsréttur hafi staðfest það. Blaðamennirnir hafi nú allir mætt í slíka. „Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið,“ skrifar Bjarni. Hann segist hafa verið að biðja um vandaðri vinnubrögð í pistli sínum, hann hafi talið umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Þeir sem hafi skrifað um málið megi kannski læra af því hvernig hlutirnir hafi farið á endanum. „Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja,“ skrifar Bjarni. Færslu Bjarna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.
Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira