Þetta er samkvæmt frétt TMZ en blaðamenn miðilsins segjast hafa komið höndum yfir kærur kvennanna.
Sú fyrri segist hafa hitt Jackson á stefnumótaforriti árið 2018. Þau hafi nokkrum sinnum farið á stefnumót og hún hafi leyft honum að gista hjá sér, með því loforði að ekkert kynferðislegt myndi gerast.
Hún segir Jackson hafa haldið sér niðri og nauðgað sér. TMZ hefur eftir Jackson hafi verið ölvaður og að hún hafi óttast um líf sitt.
Seinni konan segist hafa hitt Jackson í apríl 2019. Þau hafi talað saman nokkrum sinum á samfélagsmiðlun en ári seinna hafi hann boðið henni á stefnumót heim til sín, svo hann myndi ekki þekkjast út á götu.
Hún segir hann hafa þrýst á sig svo hún samþykkti með trega að stunda mök með honum. Þegar hún hætti við skömmu seinna og bað hann um að stoppa, segir hún að hann hafi ekki gert það heldur beitt hana valdi.
Framleiðslu Bachelor in Paradise var hætt um tíma árið 2017 eftir að þátttakandi sakaði Jackson um kynferðisofbeldi. Eftir rannsókn sem fór fram hjá Warner Bros., framleiðendum þáttanna, var ákveðið að halda framleiðslunni áfram. Myndefni sem skoðað var þótti ekki renna stoðum undir ásakanirnar gegn Jackson.