„Ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 09:01 Valur - Þór/KA Besta deild kvenna sumar 2022 KSÍ Elísa Viðarsdóttir Vísir/Diego Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir komandi verkefni liðsins gegn Slaviu Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sæti í riðlakeppninni er í húfi. Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira