Samþykki í nauðgunarmáli undir smásjá Hæstaréttar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2022 07:01 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir en áður hafði maðurinn verið sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni í Landsrétti fær áheyrn Hæstaréttar. Rétturinn telur að málið kunni að vera fordæmisgefandi eftir lagabreytingar um veitt samþykki. Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira