Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. september 2022 11:30 Florence Pugh er rísandi stórstjarna sem fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Don't Worry Darling. John Phillips/Getty Images Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu. Konur með rödd Florence ólst upp í Oxford þar sem hún tók þátt í ýmsum uppsetningum á skólaleikritum en menntaði sig þó ekki í leiklist. Móðir hennar er fyrrum dansari og faðir hennar rekur veitingastað í Oxford þar sem Florence kom gjarnan fram í æsku. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Fyrsta kvikmynd hennar kom út árið 2014 en henni var leikstýrt af Carol Morley og heitir The Falling. Móðir Florence var sú sem hvatti hana hvað mest til að sækja um og áheyrnarprufan fór fram í gegnum símaupptöku. Florence Pugh ásamt meðleikonu sinni Macy Williams á frumsýningu The Falling árið 2015.Stuart C. Wilson/Getty Images Í The Falling fer Pugh með hlutverk unglingsstúlku sem er að horfast í augu við eigin kynverund og allar götur síðan hefur hún tekið að sér hlutverk ákveðinna kvenna sem neita að láta þagga niður í sér. Má þar nefna undarlegu hrollvekjuna Midsommer eftir Ari Aster þar sem Florence Pugh fer með hlutverk Dani og endurgerð af Little Women eftir Gretu Gerwig en Florence fékk óskarstilnefningu fyrir hina síðarnefndu. Þar fór hún með hlutverk Amy March og greip blaðamann fyrir einstakan sjarma sinn. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Geirvörtur sem hneyksluðu nettröllin Florence Pugh er sem áður segir þekkt fyrir að fara eigin leiðir og er klæðaburður hennar engin undantekning á því. Síðastliðinn júlí klæddist Florence skærbleikum, gegnsæjum tjullkjól á sýningu tískurisans Valentino. Í viðtali við Harper’s Bazaar segist Florence ekkert hafa angrað sig á því að brjóst hennar sæjust augljóslega í gegnum kjólinn. „Mér líður vel með litlu brjóstin mín. Það angraði fólk hvað mér leið þægilega að sýna þau.“ Hún segir að fólk hafi í kjölfarið sýnt sínar verstu hliðar á Internetinu og orðið reitt yfir því hvað hún var sjálfsörugg. Florence hikaði ekki við að standa upp gegn eineltisseggjum og nálgaðist þetta á Instagram síðu sinni þar sem hún skrifaði meðal annars: „Afhverju eruð þið svona hrædd við brjóst? Lítil? Stór? Til vinstri eða hægri? Einungis eitt? Kannski ekkert? Hvað. Er. Svona. Ógnvekjandi?“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Í kjölfarið hafa tæplega 2,6 milljónir Instagram notenda líkað við færsluna og Florence heldur áfram að vera óhrædd við að fara eigin leiðir, en fáir hafa skinið jafn skært og hún gerði á frumsýningu kvikmyndarinnar Don't Worry Darling í Feneyjum. Don’t Worry Darling Florence fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Don't Worry Darling sem úthverfa draumadísin Alice Chambers. Hún virðist í fyrstu vera einhvers konar birtingarmynd hinnar fullkomnu eiginkonu frá sjötta áratuginum og atburðarrásin fer fram í sólríkum smábæ, þar sem ekki er allt sem sýnist. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) „Allar myndirnar mínar segja frá kvenkynspersónu sem er þvinguð út í horn, þvinguð á einhverja skoðun og þvinguð til að lifa einhverju ákveðnu lífi. Svo að lokum þá brotnar loksins eitthvað,“ sagði Florence í viðtalinu við Harper’s Bazaar. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Kvikmyndin kemur sem áður segir í bíó á föstudaginn en gagnrýnendur hafa lofað frammistöðu Florence þrátt fyrir að myndin sjálf hafi fengið misjafna dóma. Blaðamaður fékk tækifæri til að sjá myndina og að hans mati átti Florence mikinn leiksigur. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Á frumsýningu Don’t Worry Darling í Feneyjum gerðist ýmislegt sem fór ekki framhjá neinum en Lífið á Vísi fjallaði ítarlega um allt dramað hér. Florence klæddist stórglæsilegum svörtum og glimmeraðum Valentino Haute Couture tjullkjól og vann að vanda með stílistanum sínum Rebeccu Corbin-Murray. Til að kóróna þennan rauða dregils sigur mætti Florence með ömmu sína með sér en þær heilluðu fólk upp úr skónum og sprengdu í leiðinni krúttskalann. Á Instagram skrifaði Florence meðal annars að þetta hafi verið einstakasta stund sem hún hefur átt á rauða dreglinum. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Þegar Florence mætti til Feneyja ákvað hún að halda fjarlægð frá öllu dramanu í leikhópnum og skrópaði á blaðamannafund. Í staðinn fékk hún sér Aperol Spritz og naut lífsins í fjólubláum fatnaði frá toppi til táar. Venice !!! pic.twitter.com/UZFML98va9— Florence Pugh Media (@FPDMedia) September 5, 2022 Rödd Pugh Það má segja að rödd Florence Pugh sé einstakt karaktereinkenni hennar, með sínum lágu, hráu og jafnvel seiðandi tónum. Ástæðan fyrir þessu er þó að Pugh glímir við veikindi sem kallast tracheomalacia, sem getur valdið tíðri berkjabólgu og sýkingu í efri öndunarfærin. Því þarf hún að fara einstaklega vel með heilsuna og ákvað að einangra sig í Covid faraldrinum í Los Angeles. Henni leiddist ekki þar sem hún byrjaði með matreiðslumyndbönd á Instagram sem hún kallaði Cooking With Flo og naut sín í rólegheitum í sólríku Kaliforníu. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Þrátt fyrir það segir Pugh í viðtali við Harper’s Bazaar að hún hafi hlakkað mikið til að byrja aftur að vinna. „Ég held að eitt af því sem togar hvað mest í mig sé að ég fæ að sjá staði, fólk, eignast vini, verða ástfangin af fólki og svo halda áfram með lífið og gera það allt aftur. Mér líður eins og ég sé núna að komast í góðan takt á ferlinum mínum þar sem ég veit hvað ég get tekið, hvað ég get gefið og hvað ég mun ekki sætta mig við lengur.“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Persónulegt líf í fjarlægð frá sviðsljósinu Florence Pugh virðist njóta sín í botn sem gríðarlega vinsæl leikkona en hún elskar þó ekki allar hliðar framans. Frægðin er ekki alltaf tekin út með sælunni og segir Florence að æsifréttamenn í Hollywood hafi oftar en einu sinni farið yfir hennar mörk. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) „Mér finnst svo rangt að slúðurmiðlar séu að deila augnablikum úr einkalífi fólks. Mér finnst ekki að fólk eigi að þurfa að deila öllum hliðum lífs míns með almenningi þó að það vinni þessa vinnu. Við höfum ekki skrifað undir samning við að gera raunveruleika sjónvarpsþátt.“ Florence átti í ástarsambandi við leikarann og leikstjórann Zach Braff sem var 21 ári eldri en hún og fjölmiðlar gerðu mikið úr því. Parið endaði samband sitt fyrr á árinu og ákvað að gera það ekki í sviðsljósinu. „Við vorum að reyna að hætta saman án þess að allur heimurinn vissi af því, vegna þess að þetta er samband sem allir virðast hafa skoðun á,“ sagði Florence í viðtali við Harper’s Bazaar og bætti við: „Okkur leið eins og það myndi gera okkur gott að þurfa ekki að heyra milljón raddir segja okkur hversu glöð þau eru að við séum ekki saman lengur.“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Björt framtíð á eigin forsendum Florence og Zach unnu að kvikmyndinni A Good Person áður en þau hættu saman og er myndin væntanleg á næsta ári. Sagan segir frá konu sem vinnur í sjálfri sér eftir mikið áfall og skrifaði Zach handritið með Florence í huga. Hún segir að ferlið hafi gengið vel og það hafi hjálpað henni að átta sig á því hvernig hún vilji vinna í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari stjörnu en hún er með margar myndir á borðinu, sumar í bígerð á meðan aðrar eru fullkláraðar. Má þar nefna hlutverk í Netflix myndinni The Wonder sem kemur núna í haust, Oppenheimer eftir Christopher Nolan og Dune: Part Two en tökur á Dune hófust í sumar. Florence mun án efa skína enn skærar og verður að mati blaðamanns ein af stærstu leikkonum okkar samtíma. „Reynslan sem ég hef öðlast við að leika í þessum nýjustu kvikmyndum með stórbrotnu listafólki hefur verið dásamleg leið til að minna mig á að þetta er það sem ég vil gera.“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. 6. september 2022 20:39 Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman Hollywood stjörnurnar Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samaband. Þó að fréttir af sambandsslitunum séu nýlega farnar á kreik hættu þau saman fyrir þó nokkru síðan á tóku ákvörðun um að halda því leyndu þar til nú því: „Við höfum ekki skráð okkur í raunveruleikasjónvarpsþátt.“ 16. ágúst 2022 18:01 Martröð á Jónsmessunótt Hrollvekjuunnendur voru illa sviknir fyrr í sumar þegar í ljós kom að nýjasta mynd leikstjórans Ari Aster yrði ekki sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. 3. október 2019 10:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Konur með rödd Florence ólst upp í Oxford þar sem hún tók þátt í ýmsum uppsetningum á skólaleikritum en menntaði sig þó ekki í leiklist. Móðir hennar er fyrrum dansari og faðir hennar rekur veitingastað í Oxford þar sem Florence kom gjarnan fram í æsku. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Fyrsta kvikmynd hennar kom út árið 2014 en henni var leikstýrt af Carol Morley og heitir The Falling. Móðir Florence var sú sem hvatti hana hvað mest til að sækja um og áheyrnarprufan fór fram í gegnum símaupptöku. Florence Pugh ásamt meðleikonu sinni Macy Williams á frumsýningu The Falling árið 2015.Stuart C. Wilson/Getty Images Í The Falling fer Pugh með hlutverk unglingsstúlku sem er að horfast í augu við eigin kynverund og allar götur síðan hefur hún tekið að sér hlutverk ákveðinna kvenna sem neita að láta þagga niður í sér. Má þar nefna undarlegu hrollvekjuna Midsommer eftir Ari Aster þar sem Florence Pugh fer með hlutverk Dani og endurgerð af Little Women eftir Gretu Gerwig en Florence fékk óskarstilnefningu fyrir hina síðarnefndu. Þar fór hún með hlutverk Amy March og greip blaðamann fyrir einstakan sjarma sinn. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Geirvörtur sem hneyksluðu nettröllin Florence Pugh er sem áður segir þekkt fyrir að fara eigin leiðir og er klæðaburður hennar engin undantekning á því. Síðastliðinn júlí klæddist Florence skærbleikum, gegnsæjum tjullkjól á sýningu tískurisans Valentino. Í viðtali við Harper’s Bazaar segist Florence ekkert hafa angrað sig á því að brjóst hennar sæjust augljóslega í gegnum kjólinn. „Mér líður vel með litlu brjóstin mín. Það angraði fólk hvað mér leið þægilega að sýna þau.“ Hún segir að fólk hafi í kjölfarið sýnt sínar verstu hliðar á Internetinu og orðið reitt yfir því hvað hún var sjálfsörugg. Florence hikaði ekki við að standa upp gegn eineltisseggjum og nálgaðist þetta á Instagram síðu sinni þar sem hún skrifaði meðal annars: „Afhverju eruð þið svona hrædd við brjóst? Lítil? Stór? Til vinstri eða hægri? Einungis eitt? Kannski ekkert? Hvað. Er. Svona. Ógnvekjandi?“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Í kjölfarið hafa tæplega 2,6 milljónir Instagram notenda líkað við færsluna og Florence heldur áfram að vera óhrædd við að fara eigin leiðir, en fáir hafa skinið jafn skært og hún gerði á frumsýningu kvikmyndarinnar Don't Worry Darling í Feneyjum. Don’t Worry Darling Florence fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Don't Worry Darling sem úthverfa draumadísin Alice Chambers. Hún virðist í fyrstu vera einhvers konar birtingarmynd hinnar fullkomnu eiginkonu frá sjötta áratuginum og atburðarrásin fer fram í sólríkum smábæ, þar sem ekki er allt sem sýnist. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) „Allar myndirnar mínar segja frá kvenkynspersónu sem er þvinguð út í horn, þvinguð á einhverja skoðun og þvinguð til að lifa einhverju ákveðnu lífi. Svo að lokum þá brotnar loksins eitthvað,“ sagði Florence í viðtalinu við Harper’s Bazaar. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Kvikmyndin kemur sem áður segir í bíó á föstudaginn en gagnrýnendur hafa lofað frammistöðu Florence þrátt fyrir að myndin sjálf hafi fengið misjafna dóma. Blaðamaður fékk tækifæri til að sjá myndina og að hans mati átti Florence mikinn leiksigur. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Á frumsýningu Don’t Worry Darling í Feneyjum gerðist ýmislegt sem fór ekki framhjá neinum en Lífið á Vísi fjallaði ítarlega um allt dramað hér. Florence klæddist stórglæsilegum svörtum og glimmeraðum Valentino Haute Couture tjullkjól og vann að vanda með stílistanum sínum Rebeccu Corbin-Murray. Til að kóróna þennan rauða dregils sigur mætti Florence með ömmu sína með sér en þær heilluðu fólk upp úr skónum og sprengdu í leiðinni krúttskalann. Á Instagram skrifaði Florence meðal annars að þetta hafi verið einstakasta stund sem hún hefur átt á rauða dreglinum. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Þegar Florence mætti til Feneyja ákvað hún að halda fjarlægð frá öllu dramanu í leikhópnum og skrópaði á blaðamannafund. Í staðinn fékk hún sér Aperol Spritz og naut lífsins í fjólubláum fatnaði frá toppi til táar. Venice !!! pic.twitter.com/UZFML98va9— Florence Pugh Media (@FPDMedia) September 5, 2022 Rödd Pugh Það má segja að rödd Florence Pugh sé einstakt karaktereinkenni hennar, með sínum lágu, hráu og jafnvel seiðandi tónum. Ástæðan fyrir þessu er þó að Pugh glímir við veikindi sem kallast tracheomalacia, sem getur valdið tíðri berkjabólgu og sýkingu í efri öndunarfærin. Því þarf hún að fara einstaklega vel með heilsuna og ákvað að einangra sig í Covid faraldrinum í Los Angeles. Henni leiddist ekki þar sem hún byrjaði með matreiðslumyndbönd á Instagram sem hún kallaði Cooking With Flo og naut sín í rólegheitum í sólríku Kaliforníu. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Þrátt fyrir það segir Pugh í viðtali við Harper’s Bazaar að hún hafi hlakkað mikið til að byrja aftur að vinna. „Ég held að eitt af því sem togar hvað mest í mig sé að ég fæ að sjá staði, fólk, eignast vini, verða ástfangin af fólki og svo halda áfram með lífið og gera það allt aftur. Mér líður eins og ég sé núna að komast í góðan takt á ferlinum mínum þar sem ég veit hvað ég get tekið, hvað ég get gefið og hvað ég mun ekki sætta mig við lengur.“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Persónulegt líf í fjarlægð frá sviðsljósinu Florence Pugh virðist njóta sín í botn sem gríðarlega vinsæl leikkona en hún elskar þó ekki allar hliðar framans. Frægðin er ekki alltaf tekin út með sælunni og segir Florence að æsifréttamenn í Hollywood hafi oftar en einu sinni farið yfir hennar mörk. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) „Mér finnst svo rangt að slúðurmiðlar séu að deila augnablikum úr einkalífi fólks. Mér finnst ekki að fólk eigi að þurfa að deila öllum hliðum lífs míns með almenningi þó að það vinni þessa vinnu. Við höfum ekki skrifað undir samning við að gera raunveruleika sjónvarpsþátt.“ Florence átti í ástarsambandi við leikarann og leikstjórann Zach Braff sem var 21 ári eldri en hún og fjölmiðlar gerðu mikið úr því. Parið endaði samband sitt fyrr á árinu og ákvað að gera það ekki í sviðsljósinu. „Við vorum að reyna að hætta saman án þess að allur heimurinn vissi af því, vegna þess að þetta er samband sem allir virðast hafa skoðun á,“ sagði Florence í viðtali við Harper’s Bazaar og bætti við: „Okkur leið eins og það myndi gera okkur gott að þurfa ekki að heyra milljón raddir segja okkur hversu glöð þau eru að við séum ekki saman lengur.“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Björt framtíð á eigin forsendum Florence og Zach unnu að kvikmyndinni A Good Person áður en þau hættu saman og er myndin væntanleg á næsta ári. Sagan segir frá konu sem vinnur í sjálfri sér eftir mikið áfall og skrifaði Zach handritið með Florence í huga. Hún segir að ferlið hafi gengið vel og það hafi hjálpað henni að átta sig á því hvernig hún vilji vinna í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh) Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari stjörnu en hún er með margar myndir á borðinu, sumar í bígerð á meðan aðrar eru fullkláraðar. Má þar nefna hlutverk í Netflix myndinni The Wonder sem kemur núna í haust, Oppenheimer eftir Christopher Nolan og Dune: Part Two en tökur á Dune hófust í sumar. Florence mun án efa skína enn skærar og verður að mati blaðamanns ein af stærstu leikkonum okkar samtíma. „Reynslan sem ég hef öðlast við að leika í þessum nýjustu kvikmyndum með stórbrotnu listafólki hefur verið dásamleg leið til að minna mig á að þetta er það sem ég vil gera.“ View this post on Instagram A post shared by Florence Pugh (@florencepugh)
Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. 6. september 2022 20:39 Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman Hollywood stjörnurnar Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samaband. Þó að fréttir af sambandsslitunum séu nýlega farnar á kreik hættu þau saman fyrir þó nokkru síðan á tóku ákvörðun um að halda því leyndu þar til nú því: „Við höfum ekki skráð okkur í raunveruleikasjónvarpsþátt.“ 16. ágúst 2022 18:01 Martröð á Jónsmessunótt Hrollvekjuunnendur voru illa sviknir fyrr í sumar þegar í ljós kom að nýjasta mynd leikstjórans Ari Aster yrði ekki sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. 3. október 2019 10:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. 6. september 2022 20:39
Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman Hollywood stjörnurnar Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samaband. Þó að fréttir af sambandsslitunum séu nýlega farnar á kreik hættu þau saman fyrir þó nokkru síðan á tóku ákvörðun um að halda því leyndu þar til nú því: „Við höfum ekki skráð okkur í raunveruleikasjónvarpsþátt.“ 16. ágúst 2022 18:01
Martröð á Jónsmessunótt Hrollvekjuunnendur voru illa sviknir fyrr í sumar þegar í ljós kom að nýjasta mynd leikstjórans Ari Aster yrði ekki sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. 3. október 2019 10:00