Eins og að vera vegan nema um helgar Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. september 2022 12:00 „Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Samgöngur Hjólreiðar Rafhlaupahjól Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar